logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Jólaball eldri deildar 17. desember

14.12.2015 15:42
Jólaball nemenda eldri deildar Varmárskóla verður fimmtudaginn 17. desember, klukkan 19:00– 22:00. Hefðbundinn skóladagur verður að morgni og fram eftir degi.
Nemendur mæta stundvíslega klukkan 19:00 í stofur til umsjónarkennara. Hver bekkur snæðir saman stofunum sínum og á svo sameiginlega jólastund. Nemendum er heimilt að koma með að hámarki ½ lítra af gosi og smákökur/sælgæti  í hófi.  Rétt er að taka fram að orkudrykkir eru bannaðir í skólanum.  Þá munum við dansa í kringum jólatréð og vera með skemmtiatriði á sal í framhaldinu.  Að lokum verður svo jóladiskó til klukkan 22:00.
Munið að tilkynna forföll ef nemendur komast ekki á jólaskemmtunina. Við beinum líka þeim vinsamlegu tilmælum til ykkar að þið sækið börnin ykkar að jólaballi loknu.
Skólahald hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 5. janúar 2015.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira