logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Laxneshátíð í Varmárskóla

16.12.2015 10:49

Þann 10. desember var haldin hátíð hér í Varmárskóla í tilefni af 60 ára afmæli Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands færði börnum landsins dagskrána -Þegar lífið knýr dyra - um börn á þröskuldi fullorðinsára í verkum Halldórs Laxness að gjöf fyrir hönd Gljúfrasteins og Radda- samtaka um vandaðan upplestur og framsögn. Baldur Sigurðsson dósent flutti erindi um texta Halldórs sem valdir voru í heftið -Þegar lífið knýr dyra.

Nemendur Varmárskóla sungu og fluttu texta Halldórs Laxness. Þeir stóðu sig allir mjög vel og voru skólanum til sóma. Myndir eru á myndasíðu.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira