logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Öskudagurinn í skólanum

10.02.2016 15:54
Allskyns kynjaverur fylltu ganga og stofur skólans í dag. Mikið líf og fjör var í báðum húsum eins og venjan er á þessum degi. Í yngri deild var slegið upp balli þar sem nemendur í eldri deild stýrðu þeim yngri í dansi. Þá fóru nemendur í íþróttahúsið þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og í verðlaun voru spil fyrir bekkinn. Söngkeppni 6. bekkjar var einnig haldin og bara Sigríður Ragnarsdóttir úr 6. US sigur úr býtum. Í 2. sæti var Aþena Rún Kolbeins úr 6. EH og í því 3. var Ásdís Rán Kolbeinsdóttir í KMH.
Í eldri deild var farið í kónga og svo voru leikir og atriði á sal. Myndir frá deginum.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira