logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nemendaþing Varmárskóla

12.04.2016 14:08
Nemendaþing verður í Varmárskóla á morgun, miðvikudaginn 13. apríl en þetta er fyrsta árið sem nemendaþing er haldið í skólanum. Markmiðið er að nemendur hafi áhrif á skólastarfið á lýðræðislegan hátt enda mikilvægt að raddir nemenda og skoðanir verði virtar eftir því sem við verður komið. Markmiðið er einnig að nemendur þjálfist í að koma skoðunum sínum á framfæri og virða skoðanir annarra. Einn af grunnþáttum menntunar er lýðræði og mannréttindi og nemendaþingið verður einmitt haldið í þeim anda. Það er nánast sama hvar mann ber niður í aðalnámskrá grunnskóla áherslan á samstarf, samráð og samábyrgð er mikil og í kafla um hlutverk skóla kemur fram að "Starfshættir skóla skulu mótast af umburðarlyndi, og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð" Aðalnámskrá grunnskóla, 2012).

Nemendaþingið tekur fyrstu tvær kennslustundirnar miðvikudaginn 13. apríl. Nemendur á öllum stigum taka þátt í þinginu en misjafnt er hvernig framkvæmdinni er háttað á hverju stigi fyrir sig. Kallað er eftir skoðun nemenda á því sem vel er gert, hvað megi bæta og hvernig. Að þessu sinni er umræðuefnið eftirfarandi:

1. Kennslustofur - hvað gengur vel í kennslustofunum og hvað mætti ganga betur?
2. Íþróttahús og sund - hvað gengur vel í íþróttahúsi og sundi og hvað mætti ganga betur?
3. Mötuneytið - hvað gengur vel í mötuneytinu og hvað mætti ganga betur? Hvaða reglur eigum við að hafa í fatahengjum, á göngum og í mötuneytinu?
4. Hvað gengur vel í skólabílnum og hvað mætti ganga betur.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira