logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fuglahús 8. bekkja

17.10.2016 15:23
Nemendur 8.bekkja í Varmárskóla hafa verið að vinna fuglahús það sem af er hausti. Húsin eru unnin sem hópverkefni og smíðuð í þágu skólans. Nemendur hafa lagt mikla vinnu í fuglahúsin en þau eru sérstaklega hönnuð svo auðvelt sé að fylgjast með varpi í þeim og stunda fuglaskoðun markvisst í nágrenni skólans. Allt efni í húsin var gefið af Skógræktinni og efnið fengið frá Mógilsá. Þessa dagana eru nemendur að hengja þau upp í nágrenni skólans og útivistarsvæðinu í kringum Varmána
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira