logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Heimsókn í Krikaskóla – 4. bekkur

16.03.2017 16:01

Dagana 8. og 9. mars fóru nemendur í 4. bekk í heimsókn í Krikaskóla. Árgangnum var skipt í tvennt á heimsóknardagana. Þessi heimsókn er liður í samstarfi skólanna, Brúum bilið, þar sem nemendur í 4. bekk Krikaskóla verða í 5. bekk í Varmárskóla. Börnin fengu að skoða skólann í fylgd með nemendum Krikaskóla og fóru í ratleik úti. Þar sem veðrið lék við okkur borðuðu börnin nestið sitt úti. Eins og sjá má á myndunum skemmtu börnin sér konunglega. Nemendur Krikaskóla koma síðan í heimsókn í Varmárskóla í byrjun apríl.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira