logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Laus störf við Varmárskóla 2017-2018

12.08.2017 11:10
Umsjónarkennari í 5.bekk
Um er að ræða 100% starf í góðu teymi með frábærum krökkum. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptafærni, verið hugmyndaríkur og ekki síst haft gaman að vinna með börnum. Við leitum eftir grunnskólakennara en ef ekki fást umsóknir með þá menntun þá skoðum við aðra menntun.

Leiklistarkennari í 5. og 6.bekk
Við óskum eftir leiklistarkennara í 5. og 6.bekk. Um er að ræða 12 kest á viku eða um 46% starfshlutfall. Kennt er hluta alla daga.

Skólaliðar
 Vinnutími 8-16, eða samkvæmt samkomulagi. Um er að ræða aðstoð á göngum með nemendur, létt þrif og aðstoð í nesti og matartímum. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptafærni og ánægju að vinna með börnum.,

Skólaliði með ræstingu
Um er að ræða 50% starf eftir skólatíma sem felst í þrifum á skólahúsnæði. Tilvalið sem aukavinna.

Stuðningsfulltrúar
Við leitum að körlum, jafnt sem konum til að koma og vinna með okkar frábæru nemendum. Gott er að hafa skilning og/eða þekkingu á hegðunarerfiðleikum, einhverfu og aspergen. Um er að ræða hlutastarf á skólatíma (8-14) nema viðkomandi hafi áhuga á að fylla upp í stöðuna og vinna einnig í frístundaseli.

Frístundaleiðbeinendur
Okkur vantar hugmyndaríka frístundaleiðbeinendur í vetur. Okkur vantar hresst fólk, stráka sem stelpur, konur eða karla, sem eru tilbúin að vinna skemmtilegt starf með nemendum okkar í 1. - 4.bekk. Um er að ræða vinnutíma frá 13-16/17 og möguleiki er á að vera ákveðna daga. Ekki hika við að heyra í Ragnari Karli, forstöðumanni frístundaselsins um frekari upplýsingar (ragnarkarl(at)varmarskoli,is) eða í síma 525-0700 á skrifstofutíma.

Frekari upplýsingar veita Þórhildur Elfarsdóttir (thorhildur@varmarskoli,is) og Þóranna Rósa Ólafsdóttir (thoranna@varmarskoli.is) skólastýrur í síma 5250700 á skrifstofutíma.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, hafa hreint sakavottorð og menntun við hæfi.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira