logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Gagnalistar - breytt fyrirkomulag í Mosfellsbæ

14.08.2017 21:42

Bæjarráð hefur samþykkt að frá og með hausti 2017 verði öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar). Mosfellsbær tók þátt í örútboði á vegum Ríkiskaupa og skilað það mjög hagstæðum verðum á námsgögnum. 

 

Námsögn verða afhent nemendum í upphafi skólaárs. Til að hlúa að umhverfinu okkar og fara vel með sameiginlega sjóði sveitarfélagsins þá biðjum við ykkur um að leggja okkur lið og athuga hvaða námsgögn  eru til á heimilinu frá fyrri árum.  Börnin eru beðin um að koma með í skólann þau gögn sem hægt er nýta áfram (s.s möppur, pappír, stílabækur/reiknisbækur, plastvasa og fleira).  Það sem upp á vantar af námsgögnum mun skólinn bæta við. Ritföng sem þegar eru til er ágætt að eiga heimavið.

Nánari upplýsingar má lesa á síðunni um gagnalista.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira