logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Systkinaerjur - hvað er til ráða?

27.11.2017 09:12

Miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 20 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem að þessu sinni verður haldið í Krikaskóla. Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.

Að þessu sinni mun Kristín Björg Viggósdóttir iðjuþjálfi fjalla um systkinaerjur og hagnýt ráð þeim tengdum, en einnig fara í hvernig stuðla megi að jákvæðum samskiptum á milli systkina. Kristín Björg fjallar um efnið að miklu leyti út frá hugmyndafræði sem á ensku kallast RIE (Resources for Infant Education oft einnig kallað Respectful Parenting) og á íslensku hefur verið þýtt sem virðingaríkt tengslauppeldi. Grunnhugtök RIE eru virðing, traust og tengsl og mun Kristín fjalla um hvernig hægt er að tileinka sér þau hugtök með það að markmiði að stuðla að jákvæðum samskiptum systkina á milli.
Kristín Björg er tveggja barna móðir, hefur unnið í geðþjónustu fyrir fullorðna en undanfarin ár mest unnið með börn með þroskafrávik/sérstakar þarfir.

Láttu þetta áhugaverða innlegg ekki framhjá þér fara, sjáumst!


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira