logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Öskudagurinn nálgast

05.02.2018 09:49

Öskudagurinn er fjórtánda febrúar en þá er hefðin að gera sér dagamun og nemendur og starfsfólk hvatt til að mæta í búningum. Sjöttu bekkirnir eru með sína árlegu karaoke keppni en nemendur fimmtu bekkja fá að fylgjast með. Hægt er að keppa bæði einn og sér og tveir til fjórir saman. 
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni þurfa að:

1. Velja lag og æfa.
2. Skrá sig á skráningarblað.
3. Syngja lagið fyrir Ómar kórstjóra (forkeppni) áður en sjálf keppnin fer fram.

Mikill áhugi er jafnan hjá krökkunum og hafa nokkrir skráð sig til leiks. Þeir þurfa að hafa lagið tilbúið í næstu viku því það styttist í öskudaginn. Best er að vista lagið í símann sinn þar sem ekki er hægt að stóla á netsamband og ekki er verra ef lagið finnst í karaoke-útgáfu.

Þennan dag fá svo allir nemendur að fara í íþróttahúsið og slá köttinn úr tunnunni og svo er diskótek í salnum. Foreldrafélagið hefur styrkt okkur veglega á þessum degi og gefa skólanum spil og svo fá allir nemendur sætindapoka í lok skóladags. Nemendur eru búnir kl. 13:15 þennan dag.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira