logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Kynjaverur, söngur og gleði á öskudaginn

14.02.2018 18:30

Allskyns kynjaverur fylltu ganga og stofur Varmárskóla í dag. Mikil gleði og fjör var bæði í yngri og eldri deild eins og vani er á öskudaginn. Í yngri deild stýrðu nemendur eldri deildar diskótekum fyrir yngri nemendur, kötturinn var sleginn úr tunnunni í íþróttahúsinu og kepptu 6. bekkingar í söngi. Hefð hefur skapast fyrir því að sá bekkur sem slær köttinn úr tunnunni fær í verðlaun spil sem foreldrafélagið gefur skólanum. Bekkurinn fær svo afnot af spilinu út skólaárið og eftir það fer það á bókasafnið í almenna útleigu. Nemendur í yngri deild fengu síðan nammipoka áður en þeir fóru heim í boði foreldrafélagsins.

Í eldri deildinni var farið í kónga um skólann og svo voru leikir og skemmtiatriði á sal. 

Myndir frá deginum má finna  hér!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira