logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skíðaferðalag 7.-10. árgangur 22. febrúar

14.02.2018 15:05

Stefnt er að því að 7.-10.bekkur fari í skíðaferð í Bláfjöll fimmtdaginn 22. febrúar, þ.e. ef veður leyfir. En kennsla verður samkvæmt stundaskrá er fyrir þá nemendur sem ekki fara.

Þeir nemendur sem fara í ferðina þurfa að mæta stundvíslega kl. 8.45, því lagt verður af stað kl. 9.00.

Farið verður til baka frá Bláfjöllum kl. 15.00.

Kostnaður er kr. 2400 krónur á hvern nemenda, innifalið er lyftukort kr. 810 og rútuferðir.

Þeir nemendur sem eiga lyftukort koma með það með sér og dregst þá lyftukostnaður frá.

Hægt er að leigja sér búnað á staðnum á kr. 2270, sem nemandi greiðir sjálfur.

Þeir sem vilja fara með, en ætla ekki á skíði, taka með sér snjóþotur til aðgeta rennt sér. Athugið að ekki er leyfilegt að fara í lyftur með slíkan búnað. Lyftur eru aðeins fyrir þá sem eru með skíði eða snjóbretti.

Minnum á að það er skylda að hafa hjálm á skíðum og brettum.

Athugið að leigan hefur takmarkað magn af hjálmum svo mikilvægt er að nemendur komi með hjálm.

Munið eftir nestinu. Þeir nemendur sem eru skráðir í mat fá samloku og safa í hádeginu.

Mikilvægt er að búa sig vel, því það getur verið kalt í Bláfjöllum.

 

Til að staðfesta þátttöku eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að greiða kr. 2400 inn á reikning nr. 549-14-400538 kt. 671088-4849 fyrir 20. febrúar.

Setja þarf nafn barns og bekkjar í skýringu með greiðslu og senda á ragnheidur@varmarskoli.is

Nemendur geta líka gengið frá greiðslu hjá umsjónarkennara.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Varmárskóla


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira