logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Dagur með bónda

16.02.2018 13:54
Nemendur í 7. árgangi fengu heimsókn frá bónda í vikunni, Ingibjörgu Daníelsdóttur frá Fróðastöðum í Borgarfirði. Dagur með bónda er verkefni sem byggir á danskri fyrirmynd og miðar að því að starfandi bóndi heimsæki grunnskóla í þéttbýli og kynni starf sitt fyrir nemendum, veitir nemendum innsýn í sín daglegu störf með kynningu á sjálfum sér og þeirri tegund búskapar sem hann stundar. Með persónulegri kynningu, myndasýningu, skynmati nemenda á ýmsum efnum sem notuð eru í landbúnaði, s.s áburði og fóðurtegundum ásamt því að nemendur handfjalla hluti úr búi bóndans og með ýmsum verkefnum sem lögð eru fyrir nemendur, kemur "sveitin" inn í skólastofuna um stund. Heimsókn skólabóndans tók fjórar kennslustundir. 

MARKMIÐ

Að veita innsýn í landbúnað sem atvinnugrein og lífsmáta. Að heimsókn lokinni eiga nemendur að geta gert sér grein fyrir eftirfarandi atriðum (mismunandi eftir aldri); 
· Hvar er landbúnaður stundaður (ekki á miðhálendinu!).
· Hvað er búgrein (ekki hrossatamning ein og sér).
· Hverjir stunda landbúnað ( fólk á öllum aldri).
· Hvernig eru störfin (inni og úti).
· Hvaða áhöld eru notuð (líka tölvur).
· Hvaða störf eru í kringum landbúnað (úrvinnsla, þjónusta).
· Dýrategundum og jurtategundum (þ.m.t. tré í skjólbelti).
· Hvaða nám þarf að stunda til að kunna að búa.
   
Endilega spyrjið börnin ykkar út í heimsóknina og hvað þau lærðu.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira