logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Þátttaka í stærðfræðikeppnum

09.03.2018 15:52

Með hækkandi sól fylgja stærðfræðikeppnir grunnskólanema. Varmárskóli lætur ekki sitt eftir liggja og nemendur flykkjast í hverja keppnina á fætur annarri. Fyrst var tekið þátt í Pangea 2018 en það er stærðfræðikeppni fyrir 8. og 9. bekki. Í gegnum tvo niðurskurði komst einn nemandi í úrslit, Magnús Gunnar Gíslason í 9. HMH. Hann tekur þátt í úrslitakeppninni 17. mars í Menntaskólanum við Hamrahlíð.


Næst er það keppnin í MR en þangað förum við með rúmlega 30 nemendur úr 7. til 10. bekk þann 13. mars og svo endum við á keppninni í Borgarholtsskóla þann 14. mars. Það er frábært að svo margir hafi gaman af því að taka þátt í þessum keppnum. Einnig bjóðum við 10. bekk að taka þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi en það verður í næstu viku og er keppni sem gerð er á netinu.


Það er því margt að gerast hjá okkur í stærðfræðinni í Varmárskóla!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira