logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Betri skólabragur

12.11.2018 10:10
Nú er vel heppnuðum þemadögum Varmárskóla lokið. Unnið var með verkefni tengd vináttu, samvinnu og bættum skólabrag. Fyrsti og annar bekkur unnu saman í hópum og fóru á stöðvar þar sem börnin leystu ýmiskonar verkefni. Þau ræddu mikilvægi þess að koma vel fram við hvert annað og hvernig við gerum það, fóru í samvinnuleiki og spil, skrifuðu upp falleg orð á trjáskífur og lykla, föndruðu gogg með orðum til að gleðja, sungu vináttulög og dönsuðu. Börnin stóðu sig prýðilega og sýndu hegðun sem verður vonandi einkennandi fyrir skólann okkar í enn meiri mæli.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira