logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Síðasti skóladagur í yngri deild

14.12.2018 09:07
Í yngri deildinni er fimmturdaginn 20. desember síðasti skóladagur fyrir jól. Þá eru stofujól og jólaskemmtun. Skóli hefst samkvæmt venju kl. 08:10 en lýkur fyrr en vanalega eða kl. 11:50. Boðið er upp á gæslu í skólanum til kl. 13:00. Frístundasel er opið eins og venjulega til kl. 17:00.

Það verður hvorki boðið upp á ávexti né hádegismat þennan dag. Nemendur eru hvattir til að taka með sér hollt nesti fyrir morgunhressingu. Það er þó leyfilegt að hafa „óhollt nesti“ þennan dag eins og smákökur og gosdrykki (helst litlar dósir). Þeir sem verða í skólanum til kl 13 og/eða í frístund þurfa einnig að koma með gott nesti fyrir hádegismatinn.

Rútur fara kl. 12:10 fyrir þá sem fara ekki í gæslu og kl. 13:10 fyrir þá sem fara ekki í Frístundasel.

Þeir sem eiga börn í 1. – 4. bekk eru minntir á að fylla út gæslublað sem sent var heim með nemendum og þarf að skila til umsjónarkennara.

Skóli hefst að nýju föstudaginn 4. janúar 2019 samkvæmt stundaskrá.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira