logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sögurammi 1918 - Árið sem Ísland varð fullvalda konungsríki

19.12.2018 14:06
Allur 4. bekkur tók þátt í Söguramma (Storyline) verkefni í nóvember og desember. Í söguramma 1918 tóku nemendur á sig hlutverk ættingja sem uppi voru á þessum tima og upplifðu árið 1918 í gegn um þá. Sem kveikja var farið á Árbæjarsafn til að skoða gamla Árbæinn og kynnast hvernig fólk bjó um aldamótin 1900. Markmið verkefnisins var þríþætt: Að fræðast um íslenska þjóðhætti, læra um Fullveldi Íslands sem á 100 ára afmæli og kenna nemendum að nota tímalínu til að setja röð atburða í sögulegt samhengi. Einnig var farið á Þjóðminjasafnið og tímalína skoðuð. Þar er merkum fornleifafundum raðað eftir aldri. Einnig mátti finna marga forvitnilega hluti frá síðustu öld.
1. desember 1918 varð íslenska þjóðin fullvalda og sjálfstætt konungsríki. Í lok verkefnisins buðu nemendur til Fullveldishátíðar á sal Varmárskóla þar sem boðið var upp á kakó og þjóðlegt meðlæti. Með aðstoð foreldra varð þetta frábær endir á skemmtilegu verkefni.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira