logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólakór Varmárskóla verður 40 ára

10.04.2019 13:27
Skólakór Varmárskóla verður 40 ára á þessu ári, en kórinn var stofnaður árið 1979. Af þessu tilefni verða afmælistónleikar í Guðríðarkirkju laugardaginn 4. maí kl. 16:00.
Mosfellingar eru hvattir til að taka daginn frá og hlusta á alla þessa frábæru krakka í kórnum okkar.

Auk þeirra munu margir fyrrverandi kórfélagar taka þátt í tónleikunum bæði með einsöng og kórsöng. Meðal þeirra sem fram koma eru Ásdís Arnalds, Hugi Jónsson, Íris Hólm Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Jónas Þórir sér um píanóleik.
Söngstjóri er Guðmundur Ómar Óskarsson, en þetta verða síðustu tónleikar hans með kórnum þar sem hann lætur af störfum í lok þessa skólaárs eftir 40 ára starf við Varmárskóla.

Meðfylgjandi er mynd frá 35 ára afmælistónleikum kórsins í Guðríðarkirkju í maí 2014.

www.facebook.com/skolakorvarmarskola
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira