logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólastarfið á meðan samkomubannið varir

20.03.2020 11:19

Virðing - Framsækni - Jákvæðni - Umhyggja

Skólastarfið á meðan samkomubannið varir

Ágætu nemendur og forráðamenn í Varmárskóla

Eins og kunnugt er hafa yfirvöld almannavarna sett á samkomubann í landinu sem hefur áhrif um allt samfélagið, þar með talið á grunnskóla landsins.

Skólunum er heimilt að halda úti skólastarfi að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sama kennslurými og enginn samgangur verði á milli hópa. Skólarnir geri ráðstafanir til að þrífa húsnæðið sérstaklega vel og sótthreinsa eftir þörfum á hverjum degi.

Mikilvægt er að minna nemendur á mikilvægi hreinlætis og að þeir fari eftir fyrirmælum.
Kennarar munu senda út leiðbeiningar um námið fyrir þá sem ekki mæta í skólann, þannig að þeir nemendur geti skilað verkefnum og haldið áfram sínu námi. Mikilvægt er að þeir nemendur sem mæta í skólann komi með námsgögn.

Mötuneyti starfar ekki og því mega nemendur kom með nesti að morgni. Íþróttir og sund falla niður. List- og verkgreinastofur og bókasafn skólans verður lokað. Rétt er að geta þess að bekkjarskemmtunum og fundum með foreldrum verður frestað um óákveðinn tíma, þar með talið árshátíð eldri deildar.

Skólinn verður ekki opinn eins og jafnan áður – og því geta nemendur ekki komið í skólann fyrir auglýstan opnunartíma. Ef foreldrar eiga erindi við skólann eru þeir beðnir um að hringja.

Eftir hvern dag verður staðan metin og skipulag endurskoðað eftir þörfum. Komi upp smit í bekk eða hjá kennara sem kemur að þeim bekk, þá fer allur sá hópur í heimasóttkví, skv. reglum þar um frá heilbrigðisyfirvöldum.

Okkur er nokkur vandi á höndum að koma í veg fyrir samgang á milli nemenda í Varmárskóla þar sem nemendur eru nú í kringum 830 talsins. Því verður brugðið á það ráð að nemendur í eldri deild mæti á neðangreindum tímum. Ekki verður samgangur milli yngri og eldri deildar.

Mikilvægt er að nemendur komi á réttum tíma í skólann samkvæmt því sem að neðan greinir. Kennarar sækja nemendur að útidyrum og fylgja þeim út úr húsinu.

Skipulag kennslu  í 7.-10.bekk

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira