logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hagnýtar upplýsingar til foreldra í skólabyrjun

23.08.2021 10:08
Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst og hefst í sal yngri deildar og svo fara nemendur í með umsjónarkennurum í stofur. 4. bekkur fer yfir í Brúarland. Ekki er ætlast til að foreldrar mæti með börnum sínum nema það sé alveg nauðsynlegt barnanna vegna.

2. bekkur kl. 09:00
3. bekkur kl. 09:30
4. bekkur kl. 10:00
5. bekkur kl. 10:30
6. bekkur kl. 11:00

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.
Frístund verður lokuð mánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24.
Opnunartími skólans og upphaf kennslu.
Skrifstofa skólans er opin frá 07:45 til 15:00. Skólinn opnar fyrir nemendur kl. 07:30 en gæsla er á göngum frá kl. 08:00. Kennsla hefst hjá öllum árgöngum kl. 08.10 og lýkur hjá 1.-4. bekk kl. 13.20 en 5. og 6. bekk kl. 14.10.

Covid ráðstafanir
Vegna covid-19 þurfum við að takmarka umgengni fullorðinna í skólanum og eru því gestakomur takmarkaðar við nauðsynleg erindi. Við hvetjum því foreldra til að senda tölvupóst í staðinn á netfangið: varmarskoli@mosmennt.is eða hafa samband símleiðis, í síma 525-0710. Ef foreldrar koma á fundi vegna einstaka nemanda þá biðjum við fólk um að mæta með grímu og huga vel að sóttvörnum. Nemendur þurfa ekki að notast við grímur í skólanum. Í skólanum verður hugað vel að sóttvörnum og foreldrar upplýstir ef upp kemur smit eða annað sem hefur áhrif á daglegt starf. Skólastarf verður hefðbundið og munum við að sjálfsögðu fylgja tilmælum almannavarna varðandi daglegt skipulag. Minnum forráðamenn á að láta skólann vita um leið ef fjölskyldan þarf að fara í sóttkví eða einangrun svo hægt sé að gera ráðstafanir.

Nesti og ávextir.
Boðið er upp á ávaxtaáskrift og skráning er í Íbúagátt Mosfellsbæjar. Nemendur mega einnig koma með nesti og leggjum við ríka áherslu á að það sé hollt og næringarríkt.
Matarskráning er einnig í gegnum Íbúagátt. Hægt er að sjá matseðilinn á skolamatur.is

Innkaup á ritföngum
Ritföng eru gjaldfrjáls í grunnskólum Mosfellsbæjar og nemendur fá öll nauðsynleg kennslugögn í skólanum. Nemendur þurfa einungis að eiga skriffæri til að nota heima við.

Hjól og hlaupahjól
Á skólalóð er aðstaða til að læsa hjólum og hlaupahjólum og geyma þau þar yfir skóladaginn. Ekki er aðstaða innandyra til að geyma þessa fararskjóta og eru þeir alltaf á ábyrgð foreldra og nemenda. Af öryggisástæðum er ekki leyfilegt að nota þessi faratæki á skólatíma.

Aðstandendur í Mentor
Mikilvægt er að allar upplýsingar um aðstandendur séu réttar í Mentor og eru foreldrar beðnir um að uppfæra ef einhverjar breytingar hafa orðið á símanúmerum, netföngum og þess háttar. Hægt er að gera það sjálfur í gegnum Mentor en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 5250710 eða á netfangið varmarskoli@mosmennt.is

Forfallatilkynningar
Veikindi eða stutt leyfi skulu foreldrar tilkynna áður en kennslustund hefst daglega til skrifstofu skólans í síma 5250710. Hægt er að skrá veikindi í gegnum foreldraaðgang í Mentor en öll stutt leyfi þarf að tilkynna símleiðis

Umsjónarkennarar veturinn 2021-2022
1. bekkur Elsa María Hallvarðsdóttir, Erla Sigurðurardóttir og Hólmdís Benediktsdóttir.
2. bekkur Ásgerður Inga Stefánsdóttir, Ásta Hilmarsdóttir, Guðrún Dögg Gunnarsdóttir, Kristín Sævarsdóttir og Snædís Bergmann.
3. bekkur Katrín Dögg Hilmarsdóttir, Katrín Pálsdóttir og Sigrún Bjarnadóttir.
4. bekkur Guðný Hulda Ingibjörnsdóttir, Laufey Katrín Hilmarsdóttir og Melkorka Hrund Albertsdóttir.
5. bekkur Andrea Arnarsdóttir, Birgitta Jóhannsdóttir, Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, Harpa Dóra Guðmundsdóttir og Ólöf Guðmundsdóttir
6. bekkur Ásdís Guðrún Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, Linda Karen Gunnarsdóttir og Örvar Birkir Eiríksson

Við hlökkum til að eiga samstarf við ykkur í vetur og biðjum ykkur að hika ekki við að hafa samband við okkur ef áhyggjur vakna vegna barnanna ykkar.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira