logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fyrstu dagar skólastarfsins

27.08.2021 15:28
Skólastarfið fer vel af stað, við erum samt enn að fínpússa nokkur atriði í sambandi við matsal og önnur smávægileg skipulagsatriði því að mörgu er að hyggja í skólanum eins og á öðrum stórum heimilum. Nú borða allir nemendur nema 4.bekkur í matsalnum, en áður fóru 3.-6. bekkur í Kvíslarskóla, þar er því þröng á þingi og allir að læra nýja siði.
Nemendur koma spenntir eftir sumarið, sumir hafa ekki hitt félagana í nokkrar vikur og hafa því um nóg að spjalla. Margir hafa saknað skólans og í gær heyrðist á gangi skólans ,,JESS-loksins heimilisfræði”.

Nemendur 1.bekkjar eru eðlilega spenntir fyrir skólagöngunni og það var einstaklega gaman að heimsækja þá í kennslustundir þar sem verið var að fjalla um hvað við getum gert ef við finnum fyrir ,,spennufiðrildi” í maganum.

Við viljum einnig ítreka að ykkur er alltaf velkomið að hafa samband við okkur og þó að umferð fullorðinna um skólann sé takmörkuð vegna sóttvarna þá er hægt að senda okkur tölvupóst eða hafa samband gegnum nýja símanúmerið okkar 525 0710.

Þessir fyrstu dagar lofa góðu um veturinn, hlökkum til frekara samstarfs

Kveðja frá starfsfólkinu í Varmárskóla
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira