Fréttasafn
2024
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
febrúar, mars, apríl, maí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2014
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2011
febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2010
Vikufréttir í október
08.10.2021 14:33Góða veðrið hefur verið nýtt til margskonar náms og leikja í skólanum þessa viku.
4. bekkur hreinsaði lóðina við Brúarland og í þeirri hreinsun fannst meðal annars dauð mús sem varð uppspretta mikilla samræðna. Nemendur veltu fyrir sér af hverju hún hefði dáið og hvað yrði um dýr sem deyja af sjálfu sér úti í náttúrunni. Það urðu þó ekki örlög þessarar músar að rotna eða verða étin af öðrum dýrum því hún fékk virðulega útför í boði nemenda í 4. bekk eins og sjá má á einni af myndunum sem fylgja þessari frétt.
Nú önnur mynd sýnir stolta nemendur þriðja bekkjar sem nýttu veðurblíðuna til að læra á umhverfi sitt, byggja upp þrautsegju og æfa samhjálp með því að ganga á Lágafell og að lokum fylgir þessari frétt mynd af útiverkefni 6. bekkjar þar sem unnið var með samhverfur bæði í náttúrunni og í stærðfræðilegu samhengi.
Haustfundir foreldra í 1. og 6. bekk voru haldnir í vikunni og þá er formlegum haustfundum þessa árs lokið. Það var gaman að fá alla þessa áhugasömu foreldra til skrafs og ráðagerða um skólastarfið því eins og lög mæla fyrir um er skólaganga barna samvinnuverkefni heimila og skóla.
Sú frábæra hugmynd kom frá foreldri í 6. bekk að foreldrar árganga tækju sig saman um að setja viðmið um snjalltækjanotkun barna sinna. Inni á vef Heimilis og skóla eru ágætar leiðbeiningar sem hægt að hafa til viðmiðunar og eins gæti þetta verið frábært verkefni fyrir foreldrahópa til að sameinast um.
Foreldrar í 1. bekk tóku þátt í vinnu við að skilgreina hlutverk foreldra og skóla varðandi skólagöngu barna sinna og vonandi getum við sagt nánar frá þeirri vinnu fljótlega.
Það hefur gengið vel að manna stjórn foreldrafélagsins en enn er þó hægt að bæta við tveimur áhugasömum fulltrúum.
Að lokum vil ég svo minna á að Skólaþing Mosfellsbæjar verður haldið á mánudaginn. Þar munu án ef fara fram gagnlegar umræður um hlutverk skólans í uppeldi og menntun barna.