logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

15.10.2021 16:13

Í þessari viku er það helst að frétta að haldinn var fundur með nýrri stjórn Foreldrafélags Varmárskóla. Stjórnina skipa þau:

  • Sigurjón Norberg Kjærnested - formaður & fulltrúi í skólaráði
  • Helga Kristófersdóttir - gjaldkeri, varamaður í skólaráði & fulltrúi SAMMOS
  • Birgitta Elín Helgadóttir - ritari, varaformaður & varamaður SAMMOS
  • Femke Hangelbroek - meðstjórnandi & fulltrúi SAMMOS
  • Íris Rut Þorgeirsdóttir – meðstjórnandi

Þennan vaska hóp stjórnarmanna vantar enn tvo varamenn til liðs við sig og ef einhver er til í að vera með þeim í þessu uppbyggilega og skemmtilega verkefni má senda póst á varmarskolaforeldrafelag@gmail.com.

Þetta var jákvæður og skemmtilegur fundur og mikill hugur í stjórninni til að gera allt það sem hægt er til að hjálpa skólanum að gera skólagöngu barnanna í Varmárskóla gagnlega og skemmtilega. Við vorum líka sammála um að það gerum við best með því að eiga uppbyggileg samtöl um það sem máli skiptir og takast á við verkefnin saman. Þá var mikill áhugi hjá stjórninni á að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra. Foreldrahlutverkið er eitt jú af flóknustu hlutverkunum sem fólk tekst á við á lífsleiðinni og mikilvægt er að fá stuðning við það eins og hægt er.

Af námi í skólanum er gaman að segja frá því að þriðji bekkur fór saman út á frjálsíþróttavöll að mæla í góða veðrinu í gær eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Nemendur spreyttu sig í langstökki, skutlukasti, 100 m. spretthlaupi og ýmsum verkefnum tengdum mælingum á vellinum.

Þá fylgir þessari frétt einnig mynd frá 5.bekk í textílmennt, þar voru nemendur að æfa sig að sauma í saumavél og önnur eins einbeiting og skín af þessum nemendum er örugglega vandfundin.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira