logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

03.12.2021 14:09

Þessi vika hefur verið svo viðburðarík hjá okkur að ekki er hægt að gera því öllu skil í stuttum fréttapistli svo hér verður aðeins minnst á örfá atriði. Eitt af markmiðum skólastarfs er kenna nemendu um lýðræði og þjálfa þá í lýðræðislegum vinnubrögðum. Það eru margar leiðir til að ger aþað með börnum og í þessari viku voru tvö verkefni hjá okkur sem studdu með afgerandi hætti við lýðræðislega vinnu. Þar eru við að tala um átakið um matarsóun sem nemendur voru virkir þátttakendur í og fylgdust með árangrinum frá degi til dags. Markmiðin náðust og meira en það og uppskeruhátíð var svo á fimmtudag þar sem nemendur bjuggu til kramarhús sem þeir fengu svo popp í.

Þá höfðu nemendur í 5.og 6.bekk unnið með okkur að því að skilgreina hlutverk nemenda og starfsmanna í matsalnum og í vikunni fengum við svo veggpjöld með skilgreiningunum þeirra úr prentun. Hópurinn skipti svo með sér verkum og kynnti hlutverkin í öllum námshópum. Öllum kynningunum lauk með því að þessir nemendur hvöttu aðra til að hjálpast að við að halda þessar reglur því þá myndi allt ganga betur í matsalnum. Það var frábært að fylgjast með nemendur taka ábyrgð í þessu verkefni og sjá hvernig skipulögð leiðtogaþjálfun eflir ungt fólk.

Að lokum er svo frétt af gjöfum

Fyrirtækið Reykjamelur færði skólanum 48 fótbolta að gjöf í dag og Foreldrafélagið gaf 200 rassaþotur. Við þökkum kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir. Það skiptir miklu máli að hafa eitthvað skemmtilegt að gera í frímínútum og þetta hjálpar sannarlega til við það.  Það var mikil gleði á skólalóðinni í dag þegar allir voru að renna sér, en það skapaðist líka ófyrirséð hætta þegar svona margir voru að renna á litlu svæði á sama tíma. Við ætlum að nota þetta tækifæri til að fara í lýðræðisvinnu með 5.bekk og fá nemendur þaðan til að búa til ,,umferðarreglur” um skólalóðina.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira