logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

10.12.2021 14:00

Líkt og á öðrum tímum ársins tengjast mög verkefni skólastarfsins árstíðinni og þar með jólunum á margan hátt.  Í þriðja bekk var haldinn bekkjarfundur um af hverju við gæfum gjafir og hvort hægt væri að gleðja fólk með öðrum hætti en því að gefa eitthvað. Bekkjarfundir eru ekki eingöngu til að ræða tiltekin málefni, heldur einnig til að kenna og þjálfa nemendur í að tjá sig á málefnalegan hátt, hlusta á aðra og virða ólík sjónarmið. Margskonar lesskilnings- og ritunarverkefni tengjast einnig jólahaldi um þessar mundir og með þeim er, eins og á öðrum tímum, jafnframt verið að byggja upp þekkingu nemenda á hefðum og siðum sem tengjast þessari hátíð.

Vinna með samskipti er alltaf í gangi hjá okkur og kennarar reyna að tengja hana annarri vinnu eftir því sem kostur er. Í 1.bekk var verið að vinna með sjálfsmyndir. Nemendur bjuggu til sjálfsmyndir, sniðu föt og límdu á persónurnar sínar og kynntu svo persónuna sína fyrir samnememdum. Í kynningunni átti að koma fram nafn og heimilsifang og jákvæðir eiginleikar. Þessi vinna eflir sjálfsþekkingu nemenda og hvetur þá til að hugsa á jákvæðan hátt um sjálfa sig.

Í síðustu viku fengum við bæði fótbolta og rassaþotur að gjöf og gleðin með það var mikil.  En þegar allir fóru að renna sér í einu skapaðist smá öngþveiti og nokkrir nemendur meiddust þegar aðrir renndu á þá. Við ákváðum að nota þetta tækifæri til að efla ábyrgðartilfinningu nemenda um leið og hægt væri að auka öryggi á skólalóðinni og fengum nemendur úr 5.bekk til að útbúa ,,rassaþotureglur". Krakkarnir fengu svo smá aðstoð við að búa til myndband sem skýrir reglurnar vel og nú er verið að kynna í öllum bekkjum. Það er mikilvægt að kenna nemendum að taka ábyrgð með því að ætlast til að þeir geri einmitt það og við erum spennt að vita hvernig þeim gengur að fara eftir þessu. Hlekkur á myndbandið fylgir hér með. https://www.youtube.com/watch?v=VwEhZjJHAa8

Litlu jólin í skólanum verða haldin með hverjum árgangi fyrir sig mánudaginn 20.desember og upplýsingar um það munu koma frá umsjónarkennurum.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira