logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Jólafrí hefst á morgun

20.12.2021 15:26

Á þessum síðasta kennsludegi fyrir jól höfðu umsjónarkennarar dagskrá fyrir nemendur í kennslustofunum. Ekki var sameiginlegur hádegisverður eða frímínútur og þess gætt að nemendur blönduðust sem allra minnst og vonandi dugar það til að við komumst hjá því að einhverjir verði veikir eða í sóttkví yfir jólahátíðina. Með þessari frétt fylgir einmitt mynd af verkefni nemenda í 2.bekk sem þeir unnu í dag af sér sem jólasveinum.

Það verður opið í frístund fyrir þá sem hafa skráð sig 21. og 22. desember en lokað að öðru leyti þar sem lágmarks skráning náðist ekki.

Skólahald eftir hátíðir hefst hjá nemendum þriðjudaginn 4.janúar og þá verður kennsla samkvæmt stundaskrá. Við verðum auðvitað að vera viðbúin því, eins og aðrir, að covid setji strik í reikninginn hjá okkur og ef það verður munu koma fréttir hér, af því svo við biðjum ykkur að fylgjast með  mánudaginn 3.janúar.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og ánægjulegra frídaga framundan.

Kveðja

Starfsfólkið í Varmárskóla

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira