logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

27.05.2022 15:58

Nú eru flestar kennslustundir helgaðar æfingum fyrir vorhátíðina og það er töluverður spenningur í húsinu hjá okkur. Atriði sem virðast einföld þegar þau eru komin á svið krefjast oft mikils undirbúnings. Það er ekki einfalt eða sjálfgefið að það takist að fá heilu árgangana að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim á sviðinu og að baki því liggja oftast stífar æfingar. En þær eru ekki til einskis, því í gegnum þær læra börnin að fara eftir fyrirmælum, taka tillit hvert til annars og hjálpast að. Svona hátíðarsýningar eru því þjálfun í flestu af því sem flokkað er sem grunnþættir menntunar, samfélagskunnáttu og samvinnu. Við hlökkum til að sjá ykkur á sýningum á miðvikudag og fimmtudag, 1. og 2. júní.

Umgjörð sýninganna verður með sama hætti og áður, það er fyrst er ykkur boðið upp á skemmtidagskrá frá nemendum og svo verður hægt að kaupa grillaðar pylsur, drykk og smá nammi að því loknu.  Aðgangseyrir verður 1000 krónur og foreldrar borga aðeins inn á eina sýningu og börn úr okkar skóla og börn sem ekki hafa náð grunnskólaaldri borga ekki. Nákvæmari auglýsingar koma í næstu viku, en hér er smá sýnishorn af æfingu hjá 6.bekk sem ég hvet ykkur til að skoða.

https://www.youtube.com/watch?v=fQeiSFNtUvA

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira