logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

03.06.2022 15:58

Það má segja að Vorhátíðin hafi yfirtekið allt starf hjá okkur í vikunni og eðlilega að smá spennufall hjá nemendum í dag. Við erum að rifna úr stolti yfir frammistöðu nemenda. Það er oft búið að leggja mikla vinnu í atriði sem kunna að virðast einföld fyrir áhorfendum. Það að fá alla í barnahópi til að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af þeim á nákvæmlega réttum tíma krefst mikillar æfingar og þolinmæði. Við þökkum öllum sem komu á sýningar hjá okkur kærlega fyrir komuna því það væri lítils virði að æfa flott atriði ef engir væru áhorfendurnir.

Dagurinn í dag hefur svo einkennst af allskonar ferðum um nágrennið, í sveit, til Reykjavíkur og á fjöll. Þá notuðum við afganginn af pylsunum frá því gær til að búa til óvæntan glaðing fyrir nemendur í frímínútum.

Á þriðjudaginn verður venjulegur skólatími hjá nemendum, þá ætla allir árgangar í útleiki hér í grenndinni.

Skólaslit verða svo sem hér segir:

1.bekkur, miðvikudagur 8. júní kl. 10:00-10:30

2.bekkur, miðvikudagur 8. júní kl. 9:30-10:00

3.bekkur, miðvikudagur 8. júní kl. 9:00-9:30

4.bekkur, miðvikudagur 8. júní kl. 9:00-9:30

5.bekkur, miðvikudagur 8. júní kl. 9:00-9:40

6.bekkur, þriðjudagur     7. júní kl. 18:00

Við vekjum athygli á að ekki er neinn skólaakstur í tengslum við skólaslitin.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira