logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

02.09.2022 17:27

Það sem hæst bar þessa vikuna voru auðvitað gönguferðirnar í gær. Þvílíkur dagur J Mjög margir nemendur voru beinlínis að rifna út stolti yfir eigin dugnaði og það er nú einmitt einn meginþátturinn í þessu. Að nemendur upplifi dugnað og auki þar með áræðni og þor til að takast á við áskoranir.  Gengið var á fellin: Lágafell, Helgafell, Reykjafell, Mosfell, Reykjaborg og Úlfarsfell.

Nú svo er einnig rétt að geta þess að við vorum svo lánsöm að ná í tónmenntakennara og getum því endurvakið tónmenntakennslu í skólanum. Í vikunni voru nemendur 5.bekkjar að læra grunnatriði í takti og æfðu sig á ukulele. Myndirnar sem fylgja þessari frétt eru einnig á facebook-síðu skólans og þar er einnig stutt myndband úr tónmenntinni.

Næsta vika er fyrsta heila ,,venjulega” skólavikan hjá okkur og allt er nú að slípast til og verða venjulegt eftir flutning heils árgangs inn í hús. Það er frábært að vera öll á einum stað þó að það sé svolítið þröngt hjá okkur.

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira