logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

25.11.2022 16:17

Það er búið að vera svo mikið á dagskrá hjá okkur þessa viku að stuttur pistil dugar varla til að telja það allt upp. Á mánudag fékk þriðji bekkur heimsókn frá Eldvarnaeftirlitinu og það var nú heldur betur líf í tuskunum þegar slökkvi – og sjúkrabíll voru settir í gang hér fyrir utan. Myndband af því er á facebooksíðunni okkar. Nú á mánudagskvöldið var svo fyrirlestur fyrir foreldra um stafrænt uppeldi, fyrirlesturinn var mjög vel sóttur og allir foreldrar hafa fengið glærurnar sem notaðar voru sendar í tölvupósti.

Alla vikuna voru nemendur 5.og 6.bekkjar í vali í verkgreinatímum. Þá var verið að fást við viðfangsefni sem alla jafna eru ekki á dagskrá hjá nemendum. Þetta tókst mjög vel og verður aftur á dagskrá í lok febrúar. Með fréttinni fylgja nokkrar myndir úr verkgreinavalinu svo þið getið séð hversu fjölbreytt viðfangsefnin voru, en fyrr í vikunni birtum við myndir úr legóvali, skartgripagerð, steinamálun, útieldun og skákkennslu.

Í morgun kom svo Bjarni Frits og las upp fyrir nemendur 3. og 4. bekkjar. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og foreldrum sínum algjörlega til sóma á þessum viðburði.

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira