logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

10.03.2023 13:48

Þá er enn ein vikan liðin og alltaf er eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt um að vera hjá okkur. Við leggjum áherslu á að efla ábyrgðarkennd nemenda í samskiptum, námi og vinnu. 6.bekkur hefur nú tekið upp sama fyrirkomulag og 4.bekkur við matarskömtun, þar er nemendum nú skipt í hópa sem hafa ákveðin hlutverk í matsal. Þeir sjá um að skammta á diska og þurrka af borðum þegar matartíma hjá þeim er lokið.  Nemendur skiptast einnig á að hreinsa rusl af lóðinni og núna þegar snjórinn hefur bráðnað er sannarlega nóg af rusli sem hefur fokið til okkar. 4. SSB lét kuldann ekki stoppa sig og tók sinn ruslatínsludag í gær. Þá halda nemendur 6.bekkjar áfram að safna endurvinnsluruslinu saman á föstudögum og koma því út í gám. Að þessu sinni bættu safnarararnir því við að taka lífræna sorpið og vöktu með því mikla gleði meðal starfsmanna.

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólk Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira