logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

24.03.2023 17:53

Í þessari viku hafa allir hópar verið að vinna verkefni tengd umhverfi og náttúru. Viðfangsefnin voru margbreytileg enda umhverfi Varmárskóla mjög heppilegt til lærdóms um náttúru og umhverfi. Unnið var meðal ananrs með tré, hafið, fiska og skip, drauma-skólalóðina, hrafninn og fugla í Leirvoginum. Í myndmennt og textílmennt voru verkefni útfærð til að mæta þessu þema. Þegar unnið er í svona verkefnum er ekki bara verið að kenna nemendum þau viðfangsefni sem þemað snýst um, mun stærri hluti námsins felst í að læra samvinnu og samstarf sem er sá lærdómur sem við teljum að komi nemendum að mestu gagni í framtíðinni. Myndirnar sem fylgja fréttunum þessa viku eru frá þemavinnu nemenda.

Af gefnu tilefni viljum fjalla aðeins um samfélagsmiðla. Það er mikilvægt að allir foreldrar kynni sér, og virði, aldurstakmörk sem sett eru um notkun samfélagsmiðla. Þessi mörk eru ekki sett að ástæðulausu. Börn hafa einfaldlega ekki þroska til að meta með gagnrýnum hætti hvað er viðeigandi hegðun og það á ekki síður við á samfélagsmiðlum en í hinu áþreifanlega lífi. Í vikunni höfum við ítrekað þurft að taka á atvikum sem varða samskipti og hegðun, sem nemendur segja að þeir hafi séð á samfélagsmiðlinum tik-tok. Enginn nemandi í Varmárskóla ætti að vera með aðgang að tik-tok. Það er ekki síður mikilvægt að foreldrar fylgist vel með því sem börnin þeirra gera á netinu og leiðbeini þeim í rafrænum heimi heldur en í áþreifanlegu veröldinni. Við hvetjum ykkur foreldra til að vera vel vakandi í þessum efnum eins og öðrum.

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira