logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

02.06.2023 14:31

Þá er þessari síðustu heilu skólaviku ársins lokið og það er sko aldeilis búið að vera stuð og stemming hjá okkur. Spennan fyrir vorhátíð var nánast áþreifanleg og því mikill léttir hjá flestum þegar loksins kom að því að stíga á svið. Það er mjög mikil vinna og lærdómur fólginn í hverju einasta atriði, það fer mikil orka í að gera bara það sem maður á að gera og ekkert annað, líka að reyna að tala hátt og skýrt og vera í takti í söng og dansi. Sýna samkennd og samstarfsvilja og láta sig hafa það þó að ekki sé allt eins og maður sjálfur vill helst.  Nemendur 6.bekkjar voru flestir spenntir yfir tæknistjórn, sölumannahlutverkum og öðrum ábyrgðar störfum sem þeim voru falin.

Við þökkum öllum sem komu á sýningarnar okkar því það er nemendum mjög mikilvægt að fá áhorfendur að atriðum sem þeir hafa lagt metnað sinn í að búa til. Allur ágóði úr sjoppusölunni fer í ferðsjóð 6.bekkjar sem gerir okkur kleift að bjóða þeim að eiga ævintýralegan lokadag í Varmárskóla. 

Í dag voru svo krakkarnir okkar úti um hvippinn og hvappinn í allskonar leikjum. Á mánudag og þriðjudag eru líka óhefðbundir dagar, ólíkir eftir árgöngum en formlegri dagskrá lýkur kl. 12:00 og gæsla tekur við eftir það hjá 1.-4.bekk ef óskað er. 6.bekkur verður lengur á mánudag enda er þá útskriftarferðin þeirra.

Skólaslit eru miðvikudaginn 7.júní klukkan 9:00, nemendur 1.-5.bekkjar kveðja kennarana sína í skólastofunum en 6.bekkur kemur á sal í stutta athöfn, foreldrar eru velkomnir með börnum sínum. Ekki eru sérstakar rútuferðir í tengslum við skólaslitin. Sumarfrístund hefst svo þann 8.júní fyrir þá sem þar eru skráðir. 

Setjum hér með hlekk á eitt af atriðum nemenda. 6.BJ í hæfileikakeppni

https://youtu.be/VQyH36Q1UMc

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira