Fréttasafn
2024
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
febrúar, mars, apríl, maí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2014
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2011
febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2010
Vikufréttir Varmárskóla 15.mars 2024
15.03.2024 18:09Það hefur verið svo mikið um að vera hjá okkur þessa vikuna að aðeins er hægt að tæpa á því allra helsta.
Framkvæmdir við nýjan sparkvöll hófust formlega í vikunni með því að vinnusvæðið var girt af. Við erum mjög spennt og látum okkur hafa það að þrengt verði að okkur um tíma. Það er alltaf bras meðan á framkvæmdum stendur en vonandi verður gleðin þess meiri þegar þeim lýkur. Þetta er fyrsti áfanginn í allsherjar lagfæringum á lóðinni okkar.
Í vikunni komu Samfélagslöggurnar í heimsókn til 6.bekkjar og fræddu nemendur um störf lögreglu og mikilvægi þess að allir gæti vel að sér við leik og störf.
Við tókum nýju smíðavélarnar sem við keyptum frá Tyrklandi í notkun í vikunni og þær lofa mjög góðu. Þetta eru einskonar barna- rafmagnsverkfæri sem gera krökkum kleift að æfa sig að bora, renna og saga með tifsög án þess að hætta sé á meiðslum. Krakkarnir eru mjög áhugasamir um vinnuna og þetta gæti hreinlega opnað nýjar víddir.
Nú þá voru líka tekin fleiri skref í átt að betri nýtingu á tæknidóti þegar 1.-3.bekkur prófuðu að nota tækni sem kallast osmo með ipödunum. Þetta er speglatækni sem skynjar það sem nemendur gera með kubbum fyrir framan ipadinn og sameinar þannig huga og handavinnu. Hlekkur á sýnishorn á facebooksíðunni okkar er https://www.facebook.com/100057635102539/videos/pcb.857451352852694/367006379538566
Fjórir af okkar starfsmönnum voru í skólaheimsókn hjá samstarfsskóla okkar í Wales þessa vikuna. Það er alltaf gott að skoða hvernig aðrir gera hlutina. Þó að við kvörtum stundum yfir aðbúnaði fyrir nemendur og starfsfólk í Varmárskóla þá er hann eins og fínasti einkaskóli í augum Walesverjanna, þar sem aðbúnaður er mun lakari en við eigum að venjast. Við eigum svo von á þeim í heimsókn til okkar næst í september.
Krakkarnir í 5.bekk hafa verið hreinsa rusl að undanförnu og það var sko ekkert smáræði sem þeir hirtu upp af Hlégarðstúninu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Nú þá buðum við mörgum hópum upp á fræðslu frá Netumferðarskólanum. Fyrst voru það starfsmenn og foreldrar og svo nemendur 5. og 6. bekkjar. Allir voru ánægðir með erindin. Umferð barna á neti er eitthvað sem foreldrar þurfa að vera vel vakandi fyrir. Við vitum því miður um allt of mörg dæmi þess að aldurstakmörk eru ekki virt, bæði í tölvuleikjum og á samfélagsmiðlum. Þessi aldurstakmörk eru sett til að vernda börnin frá aðstæðum sem vitað er að þau ráða ekki við og þess vegna er svo mikilvægt að allir foreldrar virði þau. Nú þá hafa krakkarnir líka sagt okkur að þeim finnist leiðinlegt að það eru alltaf allir í síma eða tölvu og ekki hægt að fá neina til að leika. Þeir kvarta líka stundum yfir því að foreldrar þeirra séu líka bara alltaf í símunum svo líklega þurfa margir að hugsa sinn gang í þessu efni.
Við héldum svo líka nemendaþing með þjóðfundarsniði með nemendum 6.bekkjar um sama málefni og nemendur úr 10.bekk í Kvíslarskóla komu og voru borðstjórar. Okkar krakkar eru að venjast þessari aðferð við samræður og gengur betur með hverju þinginu sem við höldum. Krakkarnir úr Kvíslarskóla voru alveg til fyrirmyndar og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Í næstu viku getum við vonandi sent ykkur helstu niðurstöður þingsins.
Það er alltaf líf og fjör í Varmárskóla
Hafið það gott um helgina
Starfsfólkið í Varmárskóla