logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 3.maí 2024

03.05.2024 16:48

Það er aldeilis búið að vera mikið um að vera hjá okkur þessari fjögurra daga viku.   Á mánudaginn var ,,heimkomuhátíð” frá Mars hjá 3.KP og á fimmtudag fór svo allur 3.bekkur á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpunni.  Það er ekki bara viðburður að fara á tónleika því það er líka skemmtilegt að fara með öllum bekkjarfélögum sínum í bæjarferð og það alveg niður í miðbæ.

Félagar úr Kiwanis komu og færðu nemendum 1.bekkjar hjálma í dag og rúsínan í pylsuendanum voru svo tónleikar með bæjarlistamönnum Mosfellsbæjar, Gildrunni, sem buðu nemendum Varmárskóla á alvöru rokktónleika í dag. Það má því segja að það hafi verið breidd í menningarviðburðum okkar þessa vikuna, bæði sinfónían og Gildran. Það var frábært að fylgjast með krökkunum okkar í þessu, sumir misstu sig í gleði og stuði meðan öðrum fannst hávaðinn full mikill. Hér er hlekkur á smá myndbandsbút frá tónleikunum. https://youtu.be/yyjoyCIlkXM

En svona er lífið sjálft og gaman fyrir okkur að fá að prófa ólíkar tónlistartegundir í skólastarfinu.

Við minnum ykkur á mikilvægi þess að hjól sem nemendur koma á í skólann séu læst meðan þau eru geymd við skólann og að við getum ekki tryggt að ekki sé fiktað í þeim meðan þau standa hér fyrir utan. Hið sama á við um hlaupahjól og annað útidót sem nemendur koma með.

Í næstu viku eru víst líka bara fjórir vinnudagar þar sem frídagur er fimmtudaginn 9.maí.

Hafið það gott um helgina.

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira