logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

31.maí

31.05.2024 13:56

Þá er síðasta heila skólavikan á þessu skólaári liðin og hún var eitt stórt ævintýri.

Verkefni nemenda úr 6.bekk um eldvarnir vakti mikla athygli og umfjöllun um það var birt á Vísi, í Víkurfréttum og í Skessuhorni. Hér má sjá fréttina á visi.is. https://www.visir.is/g/20242577942d?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR1Y4tivLeGyFyvFS60uOx9V8kn7WSN0l2zO0RRVgGW5WIOmfuK59PveNn4_aem_Afr5Yvv-7Ngoz89fCNHYHC7D-emvOuGNAmPwYjfM3EM8Ga3L9cFr_l9yyZopgU-EKp_zLYGx6HErVyNxvJOW2d2n

Svo var það Vorhátíðin

Þeir sem til þekkja vita að það er ekkert smá mál að fara með heilu árgangana á svið og starfsfólkið í Varmárskóla hefur lagt mikinn metnað í að atriði nemenda heppnuðust sem best. Ekki spillti fyrir að fá Skólahljómsveit Mosfellsbæjar til að spila fyrir gesti meðan þeir gengu í salinn.

Æfingarnar gengu svona og svona, eins og sagt er, en á sýningunum small þetta svo allt saman. Það eru einhverjir ótrúlegir töfrar sem skapast þegar maður sér öll þessi börn stíga á svið fyrir framan fullan sal af fólki og gera allt það sem ætlast er til af þeim. Fyrir suma er þetta risa stór þröskuldur til að yfirstíga meðan öðrum er þetta auðveldra. En það er einmitt glíman við þröskuldana sem eflir okkur, styrkir og stælir og gerir okkur kleift að takast á við það sem lífið býður seinna meir. Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir komuna.

Nú svo var nú dagurinn í dag eiginlega eins og jarðarberið á tertunni. Krakkarnir okkar voru svo glaðir á hreyfileikunum og létu rigninguna ekki hafa nein áhrif á sig. Þrjár stöðvar voru inni í íþróttahúsi og tvær í Hlégarði sem beinínis iðaði af blautum og brosandi krökkum í allan morgun. Svo enduðum við á að grilla pylsur fyrir mannskapinn.  Hér eru hlekkir á stutt sýnishorn af gleðinni.

https://www.youtube.com/watch?v=7O9Ja78Ftpg

https://youtu.be/c-XRxOaJqaI

https://youtu.be/SmyVK_iXZMM

 

 

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira