logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nýjar reglur um mötuneyti

22.08.2024 07:54

Nýjar reglur um skólamáltíðir hjá Mosfellsbæ

 

Reglur um

mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar

Nemendum í grunnskólum Mosfellsbæjar stendur til boða hádegisverður sem saman stendur af kjöt- eða fiskréttum, súpum, mjólkurvörum, brauði, grænmeti og ávöxtum. Matseðillinn er unninn samkvæmt ráðleggingum Landlæknisembættis Íslands um mataræði og er lögð áhersla á að hafa máltíðir fjölbreyttar og næringaríkar. Þá er jafnframt boðið upp á ávaxtabita.

Frá 1. ágúst 2024 eru máltíðir á skólatíma nemendum að kostnaðarlausu.

Eftirfarandi gildi um skólamáltíðir í grunnskólum:

  1. Sækja þarf um áskrift að skólamáltíðum. Sótt er um áskrift á mínum síðum á vef Mosfellsbæjar, með a.m.k. fimm daga fyrirvara.
  2. Í mötuneytisáskriftinni er hægt að velja um almennt fæði, grænmetisfæði (ekki kjöt) eða veganfæði (engar dýraafurðir).
  3. Ef nemandi er með einhvers konar matarofnæmi skal leggja fram læknisvottorð því til staðfestingar og matseðilinn verður aðlagaður því.
  4. Áskrift flyst á milli skólaára.
  5. Uppsögn af mötuneytisáskrift fer fram á mínum síðum á vef Mosfellsbæjar.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira