logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 18.október 2024

18.10.2024 10:41

Takk fyrir komuna í foreldraviðtölin kæru foreldrar. Það er svo mikilvægt að við vinnum saman að því sem má verða til að efla börnin okkar. Við viljum þeim allt hið besta en það er ekki alltaf einfalt að vita nákvæmlega hvað það er. Það sem barn vill er ekki endilega það sem er best fyrir það þegar til lengri tíma er litið og þess vegna er svo mikilvægt að við getum átt samtöl um hvað við sjáum sem sem þroskandi fyrir börnin og hæfilega áskorun fyrir hvern og einn. 

Örlítið af hversdeginum. Í síðustu viku lögðum við sérstaka áherslu hugtakið ,,vináttu”. Í upphafi skólaárs eru tekin fyrir margskonar verkefni sem tengjast samveru og vináttu og nú um miðbik annar töldum við mikilvægt að taka þetta upp aftur með markvissum hætti. Þessi vinna var svo skemmtileg og innihaldsrík að hún teygði sig yfir í þessa viku líka.  Það er búið að vera mjög gaman að sjá hversu hugmyndaríkir kennarar eru til að finna leiðir að því markmiði að vekja nemendur til umhugsunar um hversu mikilvægt það er að vera góður vinur sjálfur og hvernig vinátta og gott andrúmsloft hefur mannbætandi áhrif á alla. Með þessari frétt má bæði sjá mynd úr íslenskuvinnu hjá 6.bekk og smá myndbandsbút þar sem má sjá hvernig 1.bekkur vinnur með vináttu, samvinnu og stærðfræðihugtök í gegnum leik. https://youtu.be/jwKdmYKk8hA

 

Við erum ákaflega stolt af því hversu fjölbreytt starf nemendum í Varmárskóla býðst á venjulegum dögum. Hér má líka sjá krakkana í 4.bekk í leikjalottói í íþróttum https://youtu.be/BfNwiYy6vPQ og 3.bekk æfa sig í fínhreyfingum og að samstilla hug og hönd með því að vinna með útsögunarboga.

Næsta vika er stutt hjá okkur þar sem það er vetrarfrí á fimmtudag og föstudag og mánudaginn 28.okt. er starfsdagur svo sú vika verður líka í styttri kantinum.

Hafið það gott um helgina

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira