Fréttasafn
2024
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
febrúar, mars, apríl, maí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2014
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2011
febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2010
Vikufréttir Varmárskóla 15.nóvember 2024
15.11.2024 16:06Úr daglega starfinu
Krakkarnir í 4.bekk hafa verið að gera margskonar tilraunir undanfarna daga. Þeir prófuðu meðal annars að gera síma með bandi og pappaglösum og fóru út að hlusta eftir hljóðum sem þeir skráðu niður. Svona tilraunir leiða til margskonar uppgötvana og eru alltaf skemmtilegar og gleðin hefur svo sannarlega verið við völd í fjórða bekkjar Höllinni að undanförnu.
Vinna með samskipti er okkar aðalmál alla daga. Við gerum bekkjarsáttmála í öllum bekkjum sem eiga að vera lýsandi fyrir það samfélag sem við viljum byggja upp. Sáttmálarnir eru svo notaðir til að vinna með ágreining, iðjuleysi og fleira sem kemur upp í dagsins önn. Í 3.GDR hafa krakkarnir sammælst um að seigla, tillitssemi, vinsemd og hjálpsemi séu þau gildi sem þeir vilja að verði ríkjandi í bekknum þeirra. Þeir eru búnir að læra þessi orð og hvað þau þýða og nota þau við allskonar tækifæri. Það er alveg dásamlegt að heyra þessar litlu manneskjur segja hver við aðra þegar eitthvað er erfitt ,,þú þarft bara að sýna smá meiri seiglu, þá getur þú þetta” eða ,,munið þið, við ætlum að sýna tillitssemi” þegar einhver ætlar að ryðjast. Við brosum öll út að eyrum þegar við heyrum svona ábyrgt tal hjá ungum manneskjum.
Miðstigsmixið
Fyrsta lota er nú búin og allir skipta um viðfangsefni í dag. Valgreinarnar eru mis vinsælar og það kom okkur skemmtilega á óvart að vinsælast af öllu er að fá að fara í aðstoð á leikskóla. Það var svo vinsælt að aðeins var hægt að bjóða nemendum 6.bekkjar að fara í það og þeir sem eru búnir að vera á leikskólum eru hæst ánægðir. En val er ekki bara bara skemmtun, það er líka verið að læra allskonar, einn nemandi sagðist aldrei hafa lært eins mikið um krafta og hægt væri að læra með legói. Svo þarf maður líka að læra að standa við það sem maður valdi, jafnvel þó að það sé svo kannski ekki eins skemmtilegt og maður hafði vonast til. Þetta er allt lærdómur. Valgreinar eru nokkuð ólíkar eftir tímabilum og til dæmis verða hvorki fjallgöngur né hjólaval í næstu tveimur tímabilum. Nýjar greinar sem nú koma inn eru origami, hreyfing og leikir, andlitsteikningar og jóga.
Lestrarátak
Almennt gengur okkur ágætlega að halda kúrs í lestrinum en meiri æfing skilar enn betri árangri. Nú þegar við erum komin með lestrarappið Læsi í alla árganga er auðvelt fyrir okkur að sjá heildartölur yfir heimalestur og þær gætu sannarlega verið betri. Nú vitum við ekki hvort foreldrar gleyma að skrá eða hlusta ekki á lestur barna sinna en það voru aðeins 67% nemenda sem skráðu heimalestur í gær. Við viljum auðvitað að allir lesi heima í að lágmarki 15 mínútur á dag alla virka daga. Næstu tvær vikur ætlum við að efna til lestrarátaks. Þemað að þessu sinni eru risaeðlur og hér í skólanum verður keppst við að safna risaeðlumyndum. 30 mínútna lestur gefur eina risaeðlumynd. Myndirnar verða svo límdar í keðjur eftir bekkjum. Þann 5.desember munum við svo verða með uppskeruhátíð. Við hvetjum alla til að keppast við að lesa og muna eftir að skrá, bæði í risaeðlukortin og appið.
Hafið það gott um helgina
Starfsfólkið í Varmárskóla