Fréttasafn
2024
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
febrúar, mars, apríl, maí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2014
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2011
febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2010
Vikufréttir Varmárskóla 29.nóvember 2024
29.11.2024 15:16Lesturinn
Æfingin skapar meistarann eins og vitum öll og lestrarátakinu okkar er nú rétt að ljúka. Það hefur gengið mjög vel að safna risaeðlum sem prýða nú alla veggi hjá okkur. Það gengur ekki alveg eins vel með skráningu á heimalestri í Læsisappið. Aðeins sjö bekkir náðu því markmiði að allir nemendur skráðu lestur 5 daga vikunnar í síðstu viku. Nú er hægt að sjá samantekt fyrir skólann á augabragði og í meðfylgjandi mynd má sjá lykiltölur gærdagsins.
Þetta var sannkölluð eldvarnavika hjá okkur
Bæði 3. og 5.bekkur fengu heimsóknir í tengslum við eldvarnir. Slökkviliðið heimsótti þriðja bekk og ræddi við nemendur um mikilvægi reykskynjara og flóttaleiða á heimilum. Svo fór allur flokkurinn út að skoða slökkvibílana í vetrarkuldanum. Fimmti bekkur fékk heimsókn frá henni Sólrúnu Öldu Waldorf sem brenndist illa í desember 2021. Sólrún Alda fór yfir mikilvægi góðra brunavarna og lýsti bataferli sínu fyrir nemendum.
Til viðbótar við þetta kom Bjarni Fritz rithöfundur til okkar og las úr nýju Orrabókinni sinni fyrir nemendur í 3. og 4. bekk.
Símar og samfélagsmiðlar
Símanotkun í skólanum er í sjálfu sér ekki vandamál. Krakkarnir virða yfirleitt alltaf regluna okkar um að símar eigi að vera í töskunum eða heima. Það koma hins vegar allskyns vandamál tengd símanotkun til okkar, alltaf vegna samskipta sem hafa átt sér stað á samfélagsmiðlum. Krakkarnir okkar hafa einfaldlega ekki þroska til að meta eigin framkomu út frá sjónarhorni annarra og særa því oft félaga sína með því sem þeir gera á samfélagsmiðlum. Okkur langar því eindregið að biðja foreldra um að einfalda líf barna sinna með því að virða aldurstakmökin sem sett eru á þessum miðlum.
Hápunktur vikunnar var þátttaka í degi íslenskrar tónlistar. Allir nemendur skólans söfnuðust saman í anddyrinu og sungu fullum hálsi með Helga Björns í laginu ,,Húsið og ég”. Þetta var mikil gleði eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Hafið það gott um helgina
Starfsfólkið í Varmárskóla