logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 6.desember 2024

06.12.2024 15:39

Við fengum niðurstöður úr könnun Skólapúlsins um daginn og höfum nú skoðað þær nokkuð vel. Við mælumst eins og landsmeðaltal í ánægju af lestri, en hjá okkur eru strákar greinilega áhugasamari um lestur en stelpur. Þetta er einmitt þveröfugt við það sem höfum heyrt í umræðu um stráka og lestur svona almennt. Hið sama á við um ánægju með skólann almennt en þegar spurt er um vellíðan í skólanum eru bæði strákar og stelpur yfir landsmeðaltali en stelpurnar þó sýnu ánægðari. Við getum vel við unað með þetta, en höldum auðvitað áfram að reyna að gera enn betur.

Svo smá fréttir af daglega starfinu okkar. Hluti af verkefnum í útikennslunni er að læra ákveðna þætti í skyndihjálp. Í síðustu viku voru nemendur í 6.bekk að læra um fyrstu hjálp á vettvangi og fengu meðal annars að æfa sig í hjartahnoði, vonandi þurfa þeir aldrei að beita þessari þekkingu en ef það kemur fyrir er gott að hafa fengið tækifæri til að æfa sig.

Nú er önnur lotan í miðstigsmixinu langt komin. Það er almenn ánægja meðal nemenda með að hafa valgreinar en auðvitað skortir stundum úthald í þessu eins og öðru. Föstudagar eru samt tilhlökkunarefni hjá flestum nemendum og markmið okkar um að auka fjölbreytni í viðfangsefnum sem nemendum bjóðast hafa sannarlega náðst. Með þessari frétt fylgja myndir úr skákvali og eðlisfræðitilraunum. Við beinlínis elskum þegar nemendur fá áskoranir og upplifa sigra. https://youtu.be/vnQrUl1rmEI

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira