logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 20.desember 2024

20.12.2024 15:56

Þá er þessari síðustu viku fyrir jólafrí lokið og það með engu smá jólaballi. Það var svo mikil gleði hér í dag að það gleymdist alveg að taka myndir en við erum hér með hlekk á smá myndbandsbút sem sýnir gleðina https://www.youtube.com/watch?v=0yo6V2XiTPQ. Við erum svo stolt af því hvernig tekist hefur til með jólaskemmtunina okkar undanfarin ár. Nánast allir nemendur dansa með kringum jólatréð og gleðin skín af öllum börnunum. Þetta er ekki síst að þakka hinni frábæru hljómsveit sem leikur fyrir dansi, en hana skipa kennarar úr Skólahljómsveit Varmárskóla ásamt kennurum frá okkur. 

Við óskum ykkur öllum gleði og friðar um hátíðarnar og minnum jafnframt á að nú er tilvalið að vera dugleg að lesa.

Skóli hefst svo að nýju hjá nemendum þann 6.janúar.

Kveðja

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira