logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla 10.janúar 2025

10.01.2025 15:28

Þá er fyrstu skólaviku ársins 2025 lokið. Hún hefur runnið nokkuð blíðlega hjá okkur. Við erum að vinna að innleiðingu leiðsagnarnáms og því fylgja allskonar verkefni. Núna í janúar er mikil áhersla á að nemendur læri að setja sér markmið, finna leiðir og setja árangursviðmið. Árangursviðmiðin hjálpa nemendum að vita hvort þeir eru á réttri leið að markmiði sínu. Þá erum við líka að endurskoða bekkjarsáttmálana okkar um þessar mundir sem felur í sér að nemendur fara yfir sáttmálana og ræða hvernig þeim gengur að vinna að því sem þeir sammæltust um þar. Það leiðir til þess að nauðsynlegt er að kryfja vel hvernig samskipti eru í hópunum, á forsendum nemenda auðvitað, og gera svo tillögur til umbóta ef þeim finnst ekki ganga nógu vel. Þetta er hluti af lýðræðisvinnunni okkar í Varmárskóla. Við erum alla daga að kenna nemendum hvernig er hægt að lifa og starfa í samfélagi, með það að markmiði að réttindi allra séu virt og allir séu jafnframt meðvitaðir um skyldur sínar. Þetta er langtímaverkefni en við gleðjumst yfir hverju litlu skrefi sem við sjáum.

Það má gera ráð fyrir að þetta verði með síðustu fréttapistlunum sem birtast frá okkur með þessum hætti þar sem við erum nú líklega að fá nýja heimasíðu sem býður ekki upp á þessa vinnu. Við munum áfram upplýsa ykkur með vikupóstum, gegnum mentor og á facebooksíðunni okkar um það helsta sem er á döfinni hjá okkur hverju sinni.

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira