logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

20.01.2023 14:25

Þessa vikuna höfum við rætt talsvert um mikilvægi þess að sýna öllum kurteisi og virðingu. Við bentum eldri nemendum á að hvernig svo sem þeir haga sér eru þeir að gefa af sér ákveðna mynd og hver og einn þarf að spyrja sjálfan sig hvernig myndin hans á vera. Á hún að vera af einhverjum sem sýnir hroka og dónaskap eða einhverjum sem er kurteis og samvinnufús. Þetta var skemmtileg umræða og vonandi gagnleg fyrir einhverja.

Við erum líka ánægð með að sjá hvernig gengur í tæknimálunum. Nú eru væntanlega farin að koma heim með nemendum verkefni sem bera þess merki að við erum komin með laserskera í smíðinni. Við erum öll enn mjög upprifin vegna nýju tækifæranna sem bjóðast þar.

Á nýju fjárhagsári byrjuðum við á að kaupa hulstur fyrir ipadana og þau voru afhent nemendum í dag.

Hápunktur vikunnar að þessu sinni var heimsókn Stjörnu – Sævars. Síðustu vikur hefur verið geimþeima hjá þriðja bekk og í tengslum við það kom Sævar í heimsókn með allskonar fræðslumola fyrir nemendur, sem meðal annars fengu að halda á broti úr loftsteini.

Á myndunum með þessari frétt má sjá sýnishorn af vinnu með vélmennið Dash í 4.bekk en þar eru nemendur að læra grunnatriði í forritun með aðstoð þessa vingjarnlega fyrirbæris.

Eins og kom fram í færslu á facebook fyrr í vikunni leggjum við áherslu á að byggja upp ábyrgð hjá nemendum með því að fela þeim allskonar verkefni í skólanum. Eitt slíkt verkefni er að safna flokkunarruslinu og skila því í gáminn. 6.bekkur sinnir því verkefni yfirleitt á föstudögum og eins og sjá má á myndinni sem fylgir hér með leiðist nemendum þetta verkefni ekki.

 

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira