logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Aðalfundur foreldrafélags Varmárskóla

11/04/13

Aðalfundur foreldrafélags Varmárskóla verður haldinn í hátíðarsal yngri deildar miðvikudaginn 17.apríl kl. 20:00

Hvetjum foreldra til að fjölmenna.

 

Meira ...

Gleðilega páska

22/03/13

Easter-ChickGleðilega páska!

Starfsfólk Varmárskóla óskum nemendum og fjölskyldum gleðilegra páska og vonum að fólk hafi það gott um hátíðirnar.

Minnum á að skólahald hefst að nýju þriðjudaginn 2. apríl samkvæmt stundartöflu.

Meira ...

Vel heppnaðar árshátíðir

22/03/13

arshatid_2013 (238)Nemendur í 7.bekk héldu árshátíð sína þriðjudaginn 19.mars og nemendur 8.-10. fimmtudaginn 21.mars. Báðar árshátíðarnar tókust vel og voru nemendur foreldrum sínum og skóla til sóma. Nemendur 7.bekkinga voru með heimatilbúin skemmtiatriði eftir borðhald og svo var dansað. Nemendur 8.-10.bekkinga borðuð saman glæsilegan mat frá Hansa kokki og stúlkunum í eldhúsinu. Starfsfólk skólans sá um að þjóna nemendum til borðs. Skemmtiatriði voru þónokkur en mest kom á óvart þegar Páll Óskar kallaði á hópinn úr borðhaldi og sá um stuðið fram eftir kvöldi. Myndir frá báðum árshátíðunum eru á myndasíðunni.

Meira ...

Vorhátíð Varmárskóla 1.-6. bekkja tókst vel

22/03/13

IMG_3908 (800x533)20. mars sl. hélt Varmárskóli sína árlegu Vorhátíð í yngri deild. Nemendur voru með þrjár sýningar og buðu gestum upp á ýmis atriði m.a. söng, dans, leikrit ofl. Skólakórinn tók lagið og það gerði einnig vinningshafi karókíkeppni 6. bekkjar. Atriðin voru hvert öðru betra og greinilegt að kennarar og nemendur hafa lagt mikinn metnað í verkin. Fullt var út úr dyrum á öllum sýningum og gestir skemmtur sér greinilega vel. Á milli sýninga voru svo nemendur 6. bekkja með ýmsa hressingu til sölu en ágóði sýningarinnar rennur í ferðasjóð þeirra.

 

Myndir  á myndasíðu.

Meira ...

Eðlisfræðistöðvar á þemadögum

22/03/13

edlisfr_stodvar (1)Á þemadögum 19. – 20. mars voru átta eðlis- og efnafræðistöðvar. Nemendum var skipt upp í hópa og stoppaði hver hópur 13 mínútur á hverri stöð þar sem kennari útskýrði mismunandi krafta, orku eða efnahvörf.

Nemendur voru fræddir um þurrís þ.e. frosinn koltvísýring (CO2), en koltvísýringur sem lofttegund er m.a. að finna í útblæstri bensínknúinna bifreiða. Þeir fengu einnig vitneskju um að þurrís er eitt af fáum efnum sem breytist úr föstum ham yfir í loftkenndan án þess að fara í fljótandi ham á milli. Þurrís er mjög kaldur og breytist í gas við -78,5 °C og myndast þá dulúðlegur reykur.

Á annarri stöð fengu nemendur að leika sér með slím, búið til úr kornsterkju og vatni en slík blanda hefur þann eiginleika að bregðast sérstaklega við þrýstingi. Þannig er hægt að hnoða bolta úr blöndunni en um leið og þrýstingnum sleppir lekur boltinn niður eins og bráðið smjör.

Þriðja stöðin bauð upp á heimatilbúin hraunlampa úr vatni, matarolíu, matarilit og gostöflu. Fjórða stöðin leyfði nemendum að vinna með stöðurafmagn með því að blása upp blöðrur og svo voru ýmis viðfangsefni sem nemendur gátu unnið með s.s. að láta blöðruna taka upp hluti með rafhlaðinni blöðru og beygt vatnsbunu.

Á fimmtu stöðinni var fljótandi köfnunarefni þar sem nemendur lærðu um lofttegundir, þenslu og eðlismassa.

Sjötta stöðin leyfði nemendum að prófa hvernig talíur auðvelda mönnum vinnu og gátu þeir m.a. lyft samnemendum upp með margfaldri talíu.

Á sjöundu stöðinni var kraftalögmál Newtons útskýrt og nemendur fengu að prófa hvort kenningin um að hlutur leitist við að viðhalda stöðu sinni, með því að stafla upp nokkrum hlutum með egg á toppnum. Svo átti að slá á staflann og ef kraftalögmálið fékkst staðist myndi eggið sitja eftir og falla svo í glas sem var neðst í staflanum.

Vinsælasta stöðin var án efa helíum stöðin en þar fengu nemendur fræðslu um andrúmsloftið og mismunandi þyngd lofttegunda. Helíum er sex sinnum léttara en andrúmsloftið og fyrir vikið sveiflast raddböndin mun hraðar sé helíum andað að sér og gerir það röddina skræka og undarlega. Nemendur voru að sjálfsögðu fræddir um hættuna á því að anda að sér öðrum lofttegundum.

Meira ...

Varmárskóli í Skólahreysti - komst í úrslit!

19/03/13

skolahreystilogo1Varmárskóli stóð sig með mikilli prýði í Skólahreysti jafnt keppendur sem áhorfendur. Varmárskóli kom örlítið seinna en hinir skólarnir í hús og var frekar róleg stemming í húsinu en um leið og krakkarnir úr Gaggó Mos komu í salinn þá ætlaði allt um koll að keyra þvílíkur hávaði, söngur og gleði. Þannig leið dagurinn og ljósmyndarar og myndatökumenn voru alltaf nálægt krökkunum úr Varmárskóla því þar var lífið. Keppendur stóðu sig með mikilli prýði og voru nálægt sínu besta í sínum greinum. Þórdís Rögn tók þátt í armbeygjum og hreystigreip og tók 37 armbeygjur og hékk í 3 mínútur og 11 sekúndur. Alexander Sigurðsson tók þátt í upphýfingum og dýfum. Hann tók 32 upphýfingar og 29 dýfur. Í hraðabrautinni fóru Axel og Kristín Þóra úr 9.bekk og voru 2:31 mínútu að fara brautina. Axel vakti mikla athygli fyrir góðan árangur í hraðabrautinni og fór hana á einum hraðasta tíma sem farinn hefur verið. Mikill möguleiki er að við förum í úrslitin í Höllinni 2.maí en þangað fara tveir stigahæstu skólarnir sem lenda í öðru sæti. 

 

Úrslit voru að Lindaskóli sigraði með 79 stig, Varmárskóli varð í öðru sæti með 73 stig og í þriðja sæti varð Lágafellsskóli með 72 stig.

 

Varmárskóli komst í úrslit og keppir í beinni útsendingu 2.maí - nú er að taka daginn frá!

Meira ...

Opið hús hjá skólaskrifstofu - Jafnrétti og tækifæri fyrir alla

19/03/13

Opið hús. Jafnrétti og tækifæri fyrir alla 1Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU MOSFELLSBÆJAR- Jafnrétti og tækifæri fyrir alla. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar ÞRIÐJUDAGINN 19. MARS kl: 20-21 verður sjónum beint að jafnrétti í sinni víðustu mynd. Eiga allir jöfn tækifæri? Er virk jafnréttisfræðsla í gangi á öllum skólastigum? Erum við föst í bleikum og bláum boxum? Hvaða áhrif hefur þetta á börnin okkar? Hvert er hlutverk okkar sem foreldra?

Meira ...

Þemadagar, íþróttadagur og árshátíð hjá eldri deild þessa vikuna

18/03/13

Það er margt að gerast í Varmárskóla þessa dagana. Í eldri deild fara fram þemadagar mánudag til miðvikudags. Þemað er orka og gildi Mosfellsbæjar - Virðing - Jákvæðni - Framsækni - Umhyggja. Nemendum er aldursblandað og eru fjölmargar smiðjur í gangi.

Nemendur heimsækja einnig Reykjanesið og kynnast landfræðilegum undrum þess.

Þriðjudaginn 19.mars verður árshátíð 7.bekkinga, miðvikudag verður vorhátíð hjá yngri deild og forvarnafundur hjá nemendum og foreldrum 9. og 10.bekkinga og fimmtudaginn verður íþróttahátíð hjá 7.-10.bekk. Um kvöldið verður síðan stórglæsileg árshátíð 8.-10.bekkinga haldin í skólanum og skemmta nemendur sér fram eftir kvöldi. Föstudaginn 22.mars hefst kennsla í eldri deild kl. 10:00.

Meira ...

Forvarnarfundur - mikilvægt að foreldrar ásamt nemendum í 9. og 10.bekk mæti

18/03/13

Forvarnarfundur verður haldinn fyrir foreldra nemenda í 9. og 10.bekk miðvikudaginn 20.mars nk. Boðað hefur verið til fundar með foreldrum vegna atvika sem upp hafa komið að undanförnu. Mikilvægt er að foreldrar komi á fundinn til skrafs og ráðagerða. Á fundinn kemur Magnús hjá Maríta fræðslunni.

Foreldrar og nemendur 10. bekkja mæta kl. 19 og 9. bekkja kl. 21. 

 

Vitað er að þetta skerts á vorhátið yngri deildar en þetta er sá tími sem okkur býðst og mikilvægt að fá þennan fund fyrir páskafrí.

Stjórnendur og starfsfólk.

Meira ...

Vorhátíð Varmárskóla - yngri deild

18/03/13

Vorhátíð Varmárskóla verður haldin miðvikudaginn 20.mars 2013

 

Sýningartímar

kl. 16:30

1.-EDJ, 2.-ÁH, 3.-SH, 4.-ÞF, 5.-US, 5.-HBJ, 6.-ÁGM

17:40

1.-IE, 2.-BI, 3.-KMH, 4.-SBJ, 5.-SB, 6.-GA

18:40

1.-EMH, 2.-SBT, 3.-SJ, 4.-SÓÞ, 5.-EHS, 6.-HG 

 

Söngur, leikrit, dans og margt fleira skemmtilegt. Skólakórinn syngur, verðlaunahafi í Karíókíkeppni 6.bekkja tekur lagið. Hver skemmtun er um klukkustund.

 

Aðgangseyrir er sá sami og undanfarin ár eða 500 kr.

Frítt fyrir nemendur í yngri deild. Foreldrar athugið að hægt er að sækja allar sýningarnar þegar einu sinni hefur verið greitt.

 

Ekki er gert ráð fyrir að nemendur komi inn í salinn meðan á þeirra sýningur stendur.

Þeir verða inni í sínum stofum og foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja þau þangað eftir að sýningu lýkur. Þetta er gert vegna þess að salurinn rúmar ekki svona marga í sæti. Hinsvegar mega nemendur koma á aðrar sýingar en einungis í fylgd foreldra/forráðamanna og eru þar á þeirra ábyrgð.

 

Foreldrar eru beðnir að sitja út sýninguna en ekki yfirgefa salinn þegar þeirra barn hefur lokið við sitt atriði.

Mikið ónæði hefur skapast af þessu og leiðinlegt fyrir þau börn sem raðast síðast að sýna fyrir hálfan sal.

 

Happadrætti

Í lok hverrar sýningar verður dregið út eitt númer á aðgöngumiða.

 

Veitingasala

Að sýningu loknum og á milli sýninga verður veitingasala, pylsur, gos, sælgæti og kaffi selt á vægu verði.

 

Ekki er tekið við kortum hvorki í miðasölu né veitingasölu.

Allir hjartanlega velkomnir. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.

 

Starfsfólk og nemendur skólans

Meira ...

Síða 4 af 6

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira