logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Stærðfræðikeppni Borgarholtsskóla

18/03/13

IMG_6924Stærðfræðikeppni Borgarholtsskóla fór fram föstudaginn 8. mars. Skólum í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ , Mosfellsbæ og Kjalarnesi er boðin þáttaka. 145 tóku þátt í keppninni að þessu sinni og átti Varmárskóli 29 þátttakendur. Níu af okkar nemendum höfnuðu í 1. - 10. sæti en það eru:

 

8. bekkur 

Davíð Sindri Pétursson
Jóel Fjalarsson
Þorsteinn Jónsson

9.bekkur
Álfhildur María Magnúsdóttir
Gylfi G. Styrmisson
Hugrún Elfa Sigurðardóttir
Tanja Rasmusen

10. bekkur
Arna Karen Jóhannsdóttir
Sonja Orradóttir

 

Við óskum nemendum okkar til hamingju með frábæran árangur!

Meira ...

Úrslit stóru upplestrarkeppninnar 2013

11/03/13

Úrslitakvöld Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Lágafellsskóla fimmtudaginn 7. mars. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember æft upplestur í íslenskutímum og eftir undankeppni innan skólans í febrúar voru þau Amanda Lind Davíðsdóttir, Agnes Emma Sigurðardóttir, Aníta Hulda Sigurðardóttir, Anna Pálína Sigurðardóttir og Robert David Hood valin sem fulltrúar skólans á lokakvöldinu.

 

Meira ...

Varðandi morgundaginn 7.mars 2013

06/03/13

Við biðjum alla foreldra að fylgjast með veðurspá morgundagsins fimmtudaginn 7. mars 2013. Gert er ráð fyrir slæmu veðri en á vef Veðurstofu Íslands er eftirfarandi viðvörun nú kl. 14:00. Búist er við stormi eða roki (meðalvindhraða meiri en 23 m/s) S- og V-til á landinu í dag og syðst á landinu á morgun. Gildir til 07.03.2013. Mikilvægt er að foreldrar fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þurfi barni í skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum.

Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Tilkynningar er hægt að hringja inn í síma 5250700 og senda tölvupóst á netfangið varmarskoli@varmarskoli.is ef mikið álag er á símkerfinu. Hið sama gildir ef foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa. Nú er í gangi viðbúnaðarstig 1  (og á fleiri tungumálum pólska, enska, spænska og tælenska) og er skólinn opinn samkvæmt því nema annað verði tilkynnt í fjölmiðlum.

 

Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin haldin 7.mars kl. 20:00 í Lágafellsskóla

06/03/13

upplestrark

Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í Lágafellsskóla fimmtudaginn 7.mars kl. 20:00.

Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Mosfellsbæjar, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og skólakór Varmárskóla. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Friðrik Erlingsson og Þóra Jónsdóttir.

Efnt var til samkeppni um myndskreytingu boðskorts og dagskrár og verða veittar viðurkenningar fyrir það á hátíðinni.

Ein af verðlaunamyndunum  prýðir þessa frétt.

 

Gestir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Meira ...

Ný frétt kl. 14:40 frá Almannavörnum

06/03/13

Starfsmenn vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar vinna hörðum höndum að því að hreinsa stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu og samhliða því götur í íbúahverfi.  Víkurvegur er nú orðinn fær og Reykjanesbraut til og frá Hafnarfirði sömuleiðis.  Reykjanesbraut er þó flughál og ekki verður hægt að koma því við að sanda eða salta hana fyrr en veður lægir.

Mikil umferðarteppa er á Vesturlandsvegi við Bauhaus.

Björgunarsveitir vinna ötullega við að aðstoða fólk á stofnæðum og munu sinna fólki í íbúahverfum þegar færi gefst.  Heilbrigðisstarfsfólk verður aðstoðað við að komast til vinnu við vaktaskipti nú í eftirmiðdaginn.

 Send verður tilkynning til skólayfirvalda og foreldra uppúr klukkan þrjú um það hvenær þeir megi sækja börn sín í skólana.  Þegar hefur foreldrum barna í skólum vestan Kringlumýrarbrautar verið tilkynnt að þeir megi sækja börnin ef þeir hafa góð tök á því.

Meira ...

Áríðandi tilkynning til foreldra

06/03/13

Áríðandi tilkynning til foreldra skólabarna og starfsmanna skóla á höfuðborgarsvæðinu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og almannavörnum.

"Börnin ykkar eru örugg í skólunum.  Vinsamlegast reynið ekki að komast á bílum til þess að sækja þau fyrr en lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi.
Allir björgunaraðilar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilla trafala."

Varmárskóli sendir nýjan tölvupóst til foreldra og setur frétt á heimasíðu  þegar lögregla hefur sent frá sér tilkynningu. Frístundasel skólans er opið í dag en verður í skólanum (ekki í selunum).

Rútur fara ekki í Mosfellsdal eða í Leirvogstungu. Rútur fara í Byggðirnar en foreldrar þurfa að láta vita ef þeir vilja EKKI að börnin þeirra taki rútu. Athugið að börnin þurfa að ganga vegspotta frá rútum að heimili.

Gott er ef foreldrar geta sameinast um að sækja börn í skólann til að létta á álagi en ekki er ráðlegt fyrir fólk að koma úr bænum þar sem allt er stopp á leið upp í Mosfellsbæ.


Meira ...

Óveður

06/03/13

Vont veður er nú í Mosfellsbæ og mjög blint og þungfært. Foreldrum er bent á að kynna sér viðbragðsáætlun vegna röskunar á skólastarfi sökum óveðurs, hana má finna með því að smella hér íslenskapólskaenskaspænska og tælenska.

Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2013 - 2014

04/03/13

moslitInnritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2013-14 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Frá 08. mars til 20. mars er innritun 6 ára barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2013  og skulu nemendur sækja grunnskóla eftir búsetu (sjá nánar reglur um skiptingu skólasvæða á vef Mosfellsbæjar www.mos.is).

Meira ...

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála

04/03/13

ekki_meirFimmtudaginn 7.mars 2013 kl.19:30-21:00 verðurfræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála í sal yngri deildar Varmárskóla.

 

Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR. Bókin er leiðavísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.

 

Það  sem Kolbrún fjallar um er:

  • Staðarmenning og starfsfólkið
  • Forvarnir gegn einelti á vinnustöðum, skólum og í félögum
  • Birtingarmyndir eineltis
  • Þolandinn/gerandinn, aðstæður og persónueinkenni
  • Afleiðingar eineltis á sjálfsmyndina
  • Viðbrögð við kvörtunum um einelti, vinnsla málsins frá tilkynningu til málaloka
  • Helstu mistök í eineltismálum

Á erindinu er Aðgerðaráætlun Æskulýðsvettvangsins gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun dreift sem og eineltis veggspjaldi. Á erindinu er jafnframt hægt að nálgast bókina EKKI MEIR á kostnaðarverði.

 

Léttar kaffiveitingar í boði

Allir velkomnir

 

Æskulýðsvettvangurinn

Meira ...

Öskudagurinn hjá unglingadeild Varmárskóla

27/02/13

Nemendur í unglingadeild Varmárskóla héldu öskudaginn hátíðlegan og mættu skrautleg í skólann. Hér má sjá myndir af krökkunum - myndasíða - Öskudagur - unglingar.

Meira ...

Síða 5 af 6

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira