logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags

18/05/17
Aðalfundur foreldrafélagsins var 16. maí og fundargerð má nálgast hér á heimasíðu skólans ásamt öðrum fundargerðum stjórnar í vetur.
Meira ...

Súpufundur í Varmárskóla 16. maí kl. 17:15-19:00

12/05/17Súpufundur í Varmárskóla 16. maí kl. 17:15-19:00
. Varmárskóli, skólaráð og stjórn foreldrafélags skólans bjóða foreldrum skólans á afar áhugaverðan fyrirlestur um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Páll Ólafsson félagsráðgjafi og fimm barna faðir heldur kynninguna og stýrir umræðum, en margir muna eflaust eftir því þegar hann hélt stórskemmtilega kynningu í Hlégarði fyrir nokkrum árum síðan. Páll hefur unnið í barnavernd í 16 ár. Hann hefur menntað sig í Uppbyggingarstefnunni og mun út frá henni fara yfir mikilvægi góðra samskipta og þá sérstaklega við börnin okkar. Páll kemur inn á forvarnir, mikilvægi samstöðu foreldra og sameiginlega ábyrgð heimilis og skóla. Við lofum líflegum og áhugaverðum fyrirlestri um málefni sem skiptir okkur öll máli. Súpa verður borin fram og fundargestum gefst tækifæri til að ræða saman og kynnast betur. Hvetjum alla foreldra til að koma og eiga góða stund með okkur á sal eldri deildar.
Meira ...

Heimsókn á Bókasafnið

05/05/17
Miðvikudaginn 3. maí fóru börnin í 4 ÁH í heimsókn á Bókasafn Mosfellsbæjar. Börnin fengu fræðslu um bókasafnið og þau lærðu hvernig á að leita að bókum. Þau unnu verkefni, lásu síðan bækur, spiluðu og tóku þátt í getraun. Myndir
Meira ...

Dani í dönskukennslu!

27/04/17
Undanfarnar þrjár vikur hefur Tommy danskur kennari frá Viborg verið að kenna dönsku hér í Varmárskóla. Hann hefur lagt áherslu á 9. og 10. bekk hjá Thelmu og 7. og 8. bekk hjá Kristjönu, þannig náum við að fá nýjar hugmyndir fyrir alla árganga sem við getum báðar nýtt okkur áfram. Tommy talar bara dönsku í tímunum og hafa krakkarnir tekið vel á móti honum og sýnt áhuga. Hann mun vera með okkur út þessa viku. Hann er hér í boði Danska menntamálaráðuneytisins.
Meira ...

Ýkt kominn yfir þig-leiksýning

21/04/17Ýkt kominn yfir þig-leiksýning
Í næstu viku ætlar leiklistarhópur úr eldri deild að sýna afrakstur vetrarins sem er verk sem heitir Ýkt kominn yfir þig. Fyrrum nemandi skólans Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm hefur verið að leikstýra hópnum. Hún mælir sérstaklega með þessari sýningu fyrir þá sem voru í Gaggó Mos og langar í smá nostalgíu. 10. bekkur og stiginn góði koma við sögu! Sýningar verða: Þriðjudaginn 25. apríl kl. 20.00 Miðvikudaginn 26. apríl kl. 18.00 Miðvikudaginn 26. apríl kl. 20.00 Allur ágóði miðasölu rennur til Dropans, styrktarfélags bara með sykursýki. Endilega kíkið á krakkana!
Meira ...

Sumardagurinn fyrsti

19/04/17Sumardagurinn fyrsti
Sumardagurinn fyrsti er á morgun fimmtudaginn 20 apríl og frí í skólanum. Gleðilegt sumar!
Meira ...

Laus störf við Varmárskóla

11/04/17
Laus störf næsta skólaár 2017-2018 Forstöðumaður frístundasels - tómstundafræðingur óskast til að stýra frístundaseli skólans. Um er að ræða 100% stöðu. Deildarstjóri verkefna á yngsta og miðstigi - um er að ræða yfirumsjón með sérkennslu á yngsta og miðstigi sem og önnur verkefni sem til falla - 100% stöðuhlutfall. Óskað er eftir aðila með reynslu að stjórnun og menntun á sviðið sérkennslu. Viðkomandi þarf að vera flinkur í mannlegum samskiptum og tilbúinn til að fara ótroðnar slóðir. Kennarar óskast á unglingstig, miðstig og yngsta stig.
Meira ...

Heimsókn frá Krikaskóla

06/04/17
Þriðjudaginn 4. apríl komu nemendur 4. bekkjar úr Krikaskóla í heimsókn til nemenda 4. bekkja í Varmárskóla. Nemendum beggja skóla var skipt í 4 blandaða hópa. Nemendur fóru á fjórar stöðvar og hver hópur var 20 mínútur á hverri stöð. Stöðvarnar voru: Dans, bókasafn, leiðsögn um skólann og spil í stofu 6. Allir voru glaðir og ánægðir með þessa heimsókn.
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk

06/04/17
Litla upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg hjá 4. bekk. Markmið keppninnar er að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjalfan sig til að ná því takmarki. Börnin eru búin að æfa sig í upplestri síðan í nóvember, nánar tiltekið daginn eftir Dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Börnin lásu ljóð og sögur, ýmist ein , nokkur saman eða í talkór. Börnin fengu viðurkenningarskjal þar sem Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar og Radda, samtök um vandaðan upplestur og framburð þakka þeim fyrir þátttökuna.
Meira ...

Laus störf

03/04/17
Laus störf nú þegar við Varmárskóla - Grunnskólakennari óskast í 4.bekk vegna forfalla (út þetta skólaár) - Stuðningsfulltrúar og frístundaleiðbeinendur - Aðstoðarmatráður í mötuneyti nemenda 60-70% staða
Meira ...

Síða 36 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira