logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Gagnlistar fyrir skólaárið 2017-2018

15/06/17
Gagnlistar eru komnir inn fyrir 1.-10. bekk skólaárið 2017-2018. 1. og 2. bekkir verða með ritfangasjóð. Munið að kíkja í töskur og sjá hvað er þegar til og má nýta áfram á næsta ári. Gagnalistarnir eru hér.
Meira ...

Skólaslit

07/06/17
Nú er skólaárinu lokið og skólaslit voru í dag hjá 1.-9. bekk. Þeim var skipt í þrennt og voru 4.-6. fyrstir, þá 7.-9. og loks 1.-3. bekkur. Skólakórinn söng, stiginn dans, tónlistaratriði sögur og ljóð flutt. Einnig fóru skólastjórarnir yfir skólaárið og það sem stóð upp úr eftir árið. Vinaliðar fengu viðurkenningar fyrir vel unnin störf á árinu. Við þökkum öllum fyrir frábært ár og sjáumst í ágúst. Nokkrar myndir frá skólaslitum eru hér.
Meira ...

Útskrift 10. bekkinga

07/06/17Útskrift 10. bekkinga
Þriðjudaginn 6. júní voru nemendur úr 10. bekk útskrifaðir við hátíðlega athöfn sem fram fór í eldri deild skólans. Við í Varmárskóla erum ákaflega stolt af þessu frábæra unga fólki sem hefur staðið sig með mikilli prýði og verðið skólanum til sóma. Við þökkum 10. bekkingum fyrir ánægjulegan tíma á liðnum árum og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Meira ...

Frábær ferð 10. bekkja

06/06/17Frábær ferð 10. bekkja
10. bekkingar fóru í útskriftarferð dagan 30. maí til 1. júní. Gist var á Stokkseyri þaðan var farið í riverrafting, paintball, draugasetur, hellaferð, sunda, adrenalíngarðinn og út að borða víðsvegar um suðurlandi. Ferðin gekk í allastaði glimrandi vel. Nemendur voru sjálfum sér, foreldrum sínum og skólanum algerlega til sóma.
Meira ...

Útivistardagar

06/06/17
Nemendur skólans hafa nýtt þessa síðustu daga til útiveru, kynnast umhverfinu og njóta samvista. Á myndasíðu skólans má sjá myndir frá þessum ferðum sem og hreyfileikum yngri deildar.
Meira ...

Útiskrift og skólaslit

06/06/17
Skólanum verður slitið við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu, miðvikudaginn 7. júní sem hér segir: 4.-6. bekkur klukkan 10:00 7.-9. bekkur klukkan 11:00 1.-3. bekkur klukkan 12:00 Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum. Frístundasel er opið frá kl. 13:00 þennan dag fyrir þau börn sem þar eru skráð. Athugið að útskrift 10. bekkja er þriðjudaginn 6. júní, klukkan 19:30.
Meira ...

Frábær fyrirlestur!

01/06/17
Glærur frá hinum stórskemmtilega og afar fróðlega fyrirlestri Páls Ólafssonar um jákvæð samskipti frá súpufundinum þann 16. maí eru hér. Þar geta þeir fjölmörgu sem komu á fyrirlesturinn rifjað efni hans upp og þeir sem náðu ekki að koma geta kynnt sér glærurnar. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að halda aðalfund foreldrafélagsins við þetta tækifæri og stýrði formaður stjórnar foreldrafélagsins, Þórunn M. Óðinsdóttir, fundinum af mikilli röggsemi. Þetta var fjölmennasti aðalfundur foreldrafélags Varmárskóla í manna minnum. Það er gaman að upplifa að stjórn foreldrafélagsins hefur gildi skólans að leiðarljósi í starfi sínu en þau eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Jákvæðnin í garð skólans, samvinna við stjórnendur og umhyggjan fyrir nemendum og starfsfólki er aðdáunarverð. Við hlökkum til áframhaldandi samvinnu við alla forráðamenn á næstu misserum, þar sem við vinnum í sameiningu að enn jákvæðari samskiptum og enn jákvæðari umræðu um skólann til að tryggja nemendum farsælt skólastarf.
Meira ...

Aðalfundur foreldrafélags

18/05/17
Aðalfundur foreldrafélagsins var 16. maí og fundargerð má nálgast hér á heimasíðu skólans ásamt öðrum fundargerðum stjórnar í vetur.
Meira ...

Súpufundur í Varmárskóla 16. maí kl. 17:15-19:00

12/05/17Súpufundur í Varmárskóla 16. maí kl. 17:15-19:00
. Varmárskóli, skólaráð og stjórn foreldrafélags skólans bjóða foreldrum skólans á afar áhugaverðan fyrirlestur um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Páll Ólafsson félagsráðgjafi og fimm barna faðir heldur kynninguna og stýrir umræðum, en margir muna eflaust eftir því þegar hann hélt stórskemmtilega kynningu í Hlégarði fyrir nokkrum árum síðan. Páll hefur unnið í barnavernd í 16 ár. Hann hefur menntað sig í Uppbyggingarstefnunni og mun út frá henni fara yfir mikilvægi góðra samskipta og þá sérstaklega við börnin okkar. Páll kemur inn á forvarnir, mikilvægi samstöðu foreldra og sameiginlega ábyrgð heimilis og skóla. Við lofum líflegum og áhugaverðum fyrirlestri um málefni sem skiptir okkur öll máli. Súpa verður borin fram og fundargestum gefst tækifæri til að ræða saman og kynnast betur. Hvetjum alla foreldra til að koma og eiga góða stund með okkur á sal eldri deildar.
Meira ...

Heimsókn á Bókasafnið

05/05/17
Miðvikudaginn 3. maí fóru börnin í 4 ÁH í heimsókn á Bókasafn Mosfellsbæjar. Börnin fengu fræðslu um bókasafnið og þau lærðu hvernig á að leita að bókum. Þau unnu verkefni, lásu síðan bækur, spiluðu og tóku þátt í getraun. Myndir
Meira ...

Síða 37 af 86

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira