logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Kvíði barna og unglinga

25/01/17
Þann 25. janúar n.k. mun Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar bjóða foreldrum allra nemenda á unglingastigi í Lágafells- og Varmárskóla uppá fræðslu um kvíða barna og unglinga. Í fyrirlestrinum mun Anna Sigurðardóttir sálfræðingur fjalla um eðli og einkenni kvíða og hvernig foreldrar geti brugðist við ef einkenna verður vart. Í desember sl. hélt Anna sambærilegan fyrirlestur fyrir unglingana og í kjölfarið fengum við álit þeirra á ýmsum atriðum er varða almenna heilsu og líðan, bæði í skólanum og utan hans. Á fyrirlestrinum þann 25. janúar munum við kynna fyrir ykkur helstu niðurstöður þeirra umræðna sem eru afar áhugaverðar. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Lágafellsskóla og hefst kl. 19:30.
Meira ...

Starfsdagur miðvikudaginn 25. janúar

23/01/17
Miðvikudaginn 25. janúar er starfsdagur og er því frí hjá nemendum þann dag. Frístundasel verður einnig lokað.
Meira ...

Skákkennsla í 4.bekk

20/01/17Skákkennsla í 4.bekk
Í vetur hefur verið skákkennsla í 4.bekk. Kennari er Sóldís Björk Traustadóttir. Sótt var um styrk til Skáksambands Íslands um að fá að taka þátt í verkefninu "Skák eflir skóla - kennari verður skákkennari" og fékk skólinn inn í það verkefni.
Meira ...

Breytingarnar sem gerðar voru á innritunarreglum í framhaldsskóla

20/01/17
Við viljum vekja athygli á breytingum sem gerðar voru á innritunarreglum í framhaldsskóla. Sjá hér. Þeir eru líka með facebook síðu þar sem efni þessu tengt má lesa.
Meira ...

Gleðileg jól!

20/12/16Gleðileg jól!
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir liðið ár. Skólinn hefst svo að nýju miðvikudaginn 4. janúar 2017 samkvæmt stundaskrá.
Meira ...

Bestu jólasögurnar

20/12/16
Nemendur í 6. bekk skrifuðu jólasögur og fengu nokkrir viðurkenningar fyrir sínar sögur. Besta sagan í ár var „Hrekkjalómar um jólin“ en höfundur hennar er Ísold Emma Ívarsdóttir úr 6. GA. Aðrir sem fengu viðurkenningar voru: Jórunn Ósk, Bergljót Sóley og Jóhanna Klara úr 6. ÁJH, Guðbjörn Jón, Anita Rán og Ásgrímur Örn úr 6. ÁGM. Arndís Indíana, Gabríel Snær og Arnrún Ósk úr 6. US og loks þeir Þorgeir Björgvinsson og Tómas Berg úr 6.GA. Óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna. Myndir af þeim eru á myndasíðu.
Meira ...

Sædýraskoðun

19/12/16
Foreldri í 4 ÁH kom með fiskikar. Í karinu var tindabikkja, sækónguló, hveljusogfiskur og þorskur. Nemendur í mörgum bekkjum fengu að skoða fiskana. Þeim fannst mjög gaman skoða fiskana og snerta, sérstaklega hveljusogsfiskinn. Hveljusogfiskur er líka kallaður "barbapabbi" vegna litarins og útlitsins. Hann er bleikur að lit, umlukinn glærri, hlaupkenndri hvelju og afar viðkvæmur. Á foreldrið miklar þakkir skilið.
Meira ...

Fallega skreyttur skóli

19/12/16Fallega skreyttur skóli
Föstudaginn 2. desember ómuðu jólalög um gangana í eldri deildinni. Nemendur myndskreyttu gluggana og útbjuggu jólapakka sem hengdir voru upp í stofum. Sú hefð hefur skapast að veita verðlaun fyrir þrjár best skreyttu hurðirnar og best skreytta gluggann. Niðurstaðan var: 1. sæti hurðarskreyting- 9. HLB 2. sæti hurðarskreyting - 10. KH 3. sæti fyrir sameiginlega skreytingu á gangi – 8. KMH og 8. KH 9. DJ hlaut verðlaun fyrir best skreytta gluggann. Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju og erum ánægð með listsköpunina og metnaðinn sem lagður var í skreytingarnar.
Meira ...

Má láta sér leiðast? Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

30/11/16
Í kvöld 30. nóvember kl. 20-21 verður opið hús Skólaskrifstofunnar í Listasal Mosfellsbæjar og að þessu sinni er umræðuefnið: Má láta sér leiðast?
Meira ...

Ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar

22/11/16
Ljósin verða tendruð á jólatré Mosfellsbæjar laugardaginn 26. nóvember kl. 16:00 á Miðbæjartorginu.
Meira ...

Síða 39 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira