logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir

Norðurlandakynning hjá 6. JV

12/05/16Norðurlandakynning hjá 6. JV
Krakkarnir í 6. JV hafa verið að læra um Norðurlöndin sl. vikur. Þann 11. maí buðu þau foreldrunum að koma í heimsókn og kynntu fyrir þeim það land sem þau hafa verið að vinna með. Sýndu plaköt um landið ásamt bæklingi sem þau unnu í Publisher. Foreldrum var svo boðið í spurningaleik sem heitir Kahoot og er spikaður í símunum en í þeim leik voru krakkarnir búnir að búa til spurningar um Norðurlöndin. Síðan var boðið upp á kaffi og meðlæti.
Meira ...

Litla upplestrarkeppnin 2016

09/05/16
Á dögunum var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hjá 4. bekk. Markmið keppninnar er að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjálfan sig til að ná því takmarki. Börnin eru búin að æfa sig í upplestri síðan í nóvember, nánar tiltekið daginn eftir dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Börnin lásu ljóð og sögur, ýmist ein , nokkur saman eða í talkór. Börnin fengu viðurkenningarskjal þar sem Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar og Radda, samtök um vandaðan upplestur og framburð þakka þeim fyrir þátttökuna. Myndir.
Meira ...

Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla

06/05/16
Vortónleikar Skólakórs Varmárskóla verða mánudaginn 9. maí klukkan 18:00 í sal Varmárskóla. Fram koma krakkar úr 3. – 10. bekk. Tónleikar kórsins eru ávallt líflegir og skemmtilegir og eru vel þess virði að koma og hlusta. Aðgangur er kr. 1.500, ókeypis fyrir börn. Aðgangseyrir rennur óskiptur í kórsjóðinn sem notaður er í þágu kórfélaga.
Meira ...

Stóra upplestrarkeppnin 20 ára-málþing

03/05/16
Í tilefni af tuttugu ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar efna Íslensk málnefnd og Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn til málþings í Norræna húsinu 12. maí n.k. Á málþinginu verður fjallað um gildi og áhrif keppninnar, þá möguleika sem í henni felast, tengsl lesskilnings og vandaðs upplestrar og horft fram á veginn. Málþingið er ætlað skólafólki, foreldrum og öllum þeim sem láta sér annt um læsi, lestraráhuga og vandaðan upplestur.
Meira ...

Opinn fundur um skólamál þann 3. maí í Varmárskóla

02/05/16
Opinn fundur um skólamál verður haldinn þann 3. maí í Varmárskóla fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk. Fundurinn hefst kl. 17:30 og lýkur kl. 19:00. Fundurinn verður haldinn í sal eldri deildar.
Meira ...

Krufning hjá 10. bekk.

27/04/16
Í dag krufu nemendur í 10. bekk skólans brjóstholslíffæri úr svínum. Markmið krufningarinnar var að nemendur fengju að sjá innyfli dýra og snerta og um leið að átta sig á hvernig líffæri líta út. Nemendur voru einstaklega áhugasamir, tóku þátt og unnu samviskusamlega að verkefnum sínum. Nokkrir höfðu á orði hve þeir lærðu mikið á að skoða þetta svona, ræða saman og vinna verkefni þetta væri svo miklu skemmtilegra og lærdómsríkara en að vinna verkefni í bókinni og það segir meira en mörg orð.
Meira ...

Opið hús Skólaskrifstofu. Próf og prófkvíði

25/04/16Opið hús Skólaskrifstofu. Próf og prófkvíði
Síðasta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um próf og prófkvíða barna.
Meira ...

Náttfata-og dótadagur hjá 4. ÁH

20/04/16
Föstudaginn 15. apríl var náttfata- og dótadagur hjá nemendum í 4 ÁH. Nemendur mættu í náttfötum og komu með bangsa eða dót/spil með sér. Þetta var skemmtileg tilbreying og börnin skemmtu sér konunglega. Myndir má sjá á myndasíðu skólans
Meira ...

Nemendaþing Varmárskóla

12/04/16
Nemendaþing verður í Varmárskóla á morgun, miðvikudaginn 13. apríl en þetta er fyrsta árið sem nemendaþing er haldið í skólanum. Markmiðið er að nemendur hafi áhrif á skólastarfið á lýðræðislegan hátt enda mikilvægt að raddir nemenda og skoðanir verði virtar eftir því sem við verður komið. Markmiðið er einnig að nemendur þjálfist í að koma skoðunum sínum á framfæri og virða skoðanir annarra. Einn af grunnþáttum menntunar er lýðræði og mannréttindi og nemendaþingið verður einmitt haldið í þeim anda. Það er nánast sama hvar mann ber niður í aðalnámskrá grunnskóla áherslan á samstarf, samráð og samábyrgð er mikil og í kafla um hlutverk skóla kemur fram að "Starfshættir skóla skulu mótast af umburðarlyndi, og jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi og ábyrgð" Aðalnámskrá grunnskóla, 2012). Nemendaþingið tekur fyrstu tvær kennslustundirnar miðvikudaginn 13. apríl. Nemendur á öllum stigum taka þátt í þinginu en misjafnt er hvernig framkvæmdinni er háttað á hverju stigi fyrir sig. Kallað er eftir skoðun nemenda á því sem vel er gert, hvað megi bæta og hvernig. Að þessu sinni er umræðuefnið eftirfarandi: 1. Kennslustofur - hvað gengur vel í kennslustofunum og hvað mætti ganga betur? 2. Íþróttahús og sund - hvað gengur vel í íþróttahúsi og sundi og hvað mætti ganga betur? 3. Mötuneytið - hvað gengur vel í mötuneytinu og hvað mætti ganga betur? Hvaða reglur eigum við að hafa í fatahengjum, á göngum og í mötuneytinu? 4. Hvað gengur vel í skólabílnum og hvað mætti ganga betur.
Meira ...

Skíðaferð eldri deildar í dag!

07/04/16
Farið verður í skíðaferð eldri deildar fimmtudaginn 7. apríl. Svæðið er lokað almenningi en opið fyrir skólann. Rútan leggur af stað frá skólanum kl. 09.00.
Meira ...

Síða 43 af 84

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira